Lífið

Eurovision: Hera mynduð úr launsátri

Ellý Ármanns skrifar
Umboðsmaðurinn hennar Heru er strangur en hann leyfði okkur að mynda hana á meðan á viðtölunum stóð í dag. Myndir/elly@365.is
Umboðsmaðurinn hennar Heru er strangur en hann leyfði okkur að mynda hana á meðan á viðtölunum stóð í dag. Myndir/elly@365.is

Við mynduðum Heru Björk nánast úr launsátri í dag þegar hún veitti erlendum fjölmiðlum óteljandi viðtöl á hótelinu í Osló þar sem íslenski Eurovisionhópurinn dvelur á.

„Það gengur bara ótrúlega vel. Hér eru allir í gleðikasti. Fjölskyldan mín er komin og við erum búin að hittast. Ég fæ að hafa dóttur mína í dag í tvo tíma og knúsa hana aðeins," sagði Hera sem fer í fjölmiðlabann í lok dags.

Fjölmiðlarnir spyrja Heru um ýmislegt eins og um líðan hennar, ástandið á Íslandi, hvaða lönd hún telur líkleg til að sigra Eurovision, fjölskylduhagi og eldgosið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×