Körfubolti

Auðveldur sigur Hauka á Stúdínum

Helena Sverrisdóttir fór að venju fyrir liði Hauka í kvöld
Helena Sverrisdóttir fór að venju fyrir liði Hauka í kvöld mynd/anton brink

Íslandsmeistarar Hauka áttu ekki í teljandi vandræðum með ÍS í leik kvöldsins í kvennakörfunni og höfðu sigur 77-51 á heimavelli sínum á Ásvöllum. ÍS hélt þó í við Íslandsmeistarana framan af og hafði yfir 28-27 í hálfleik, en Haukar unnu þriðja leikhlutann með 20 stiga mun og eftirleikurinn liðinu auðveldur.

Helena Sverrisdóttir skoraði 33 stig, gaf 8 stoðsendingar og stal 7 boltum hjá Haukum og Unnur Jónsdóttir skoraði 12 stig og hirti 7 fráköst. Stella Kristjánsdóttir skoraði mest hjá ÍS eða 13 stig, Þórunn Bjarnadóttir skoraði 10 stig og hirti 12 fráköst og Helga Jónasdóttir skoraði 10 stig og hirti 14 fráköst. Haukar eru sem fyrr í efsta sæti deildarinnar með fullt hús - 12 stig eftir 6 leiki - en Keflavík kemur næst með 8 stig eftir 5 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×