Viðskipti innlent

Upp fyrir SPRON

Miklar breytingar voru kynntar hjá Icebank, áður Sparisjóðabankanum, fyrir skömmu þar sem boðaður var mikill vöxtur bæði innan- og utanlands. Jafnframt verður bankinn skráður í Kauphöllina í síðasta lagi árið 2008. En það hafa einnig orðið breytingar á eignarhaldi í Icebank með samruna SPV og SPH. Nýi sparisjóðurinn heldur nú utan um 28 prósenta hlut sem þýðir að SPRON, sem á 24,5 prósent í Icebank, er ekki lengur stærsti eigandinn í bankanum. Þetta er áhugaverð staða þar sem báðir sparisjóða-risarnir vilja án efa ráða för. Er því allt eins búist við að annar hvor þeirra kaupi hinn út áður en til skráningar kemur.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×