Viðskipti innlent

Peningaskápurinn ...

Vill uppfræða stjórnmálamennEkki er víst að fullur einhugur sé í ríkisstjórn um fyrirhugaðar tollalækkanir og afnám innflutningshafta í mars næstkomandi ef marka má orð Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra þegar hann kvaddi sér hljóðs á morgunverðarfundi Bændasamtakanna um framtíð íslensks landbúnaðar í gær. „Við skulum halda þessari umræðu áfram. Við skulum uppfræða stjórnmálamenninina sem varð á í messunni í sumar og standa saman. Sóknin er það eina sem við eigum. Þá erum við að verja og sækja fram fyrir íslenska hagsmuni, því að landbúnaðurinn hlýtur, og á, að eiga sér sterka framtíð," sagði ráðherrann og hvatti til aukinnar umræðu um stöðu landbúnaðar hér. Þjóðin styður landbúnaðinn

Um leið fagnaði Guðni góðum fundi og sagðist fullviss um stuðning þjóðarinnar allrar við landbúnaðinn. „Ég veit að höfuðborgin er full af fólki sem styður íslenskan landbúnað, þótt vatnið sé því miður gárað af háværum mönnum sem halda að þeir afli sér fylgis með því að tala um tollana burt og að landbúnaðurinn eigi ekki rétt á sér." Guðni segir landið gott landbúnaðarland, jafnvel mun betra en þjóðin hafi gert sér grein fyrir. „Nóttlaus voraldarveröld þar sem margt gott gerist undir sól og regni. Íslenska fjölskyldan er frábær framleiðslueining sem byggir þetta land og Ísland yrði fátækt ef sveitirnar féllu í eyði. Takk fyrir frábæran fund!," sagði Guðni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×