Veður

Rigning með köflum en styttir upp síð­degis

Veðurstofan gerir ráð fyir austan fimm til þrettán metrum á sekúndu í dag, en þrettán til átján metrum syðst. Rigning með köflum sunnan- og suðvestanlands, en styttir upp síðdegis. Skýjað austanlands, en allvíða bjartviðri norðantil á landinu.

Veður

Djúp lægð veldur vaxandi austan­átt sunnan­til

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag, þremur til átta metrum á sekúndu, en öllu vindasamara austantil. Búast má við léttskýjuðu veðri suðvestantil, en annars skýjað með köflum og lítilsháttar vætu við austurströndina.

Veður

Þurrt framan af en skúrir eftir hádegi

Það verður breytileg átt í dag, víða þrír til átta metrar á sekúndu, en hvassara á Suðausturlandi. Skýjað með köflum og þurrt til að byrja með en eftir hádegi myndast skúrir á víð og dreif á sunnan- og vestanverðu landinu, annars bjart og þurrt.

Veður

Styttir upp með kvöldinu

Allvíða verða skúrir í dag en draga mun úr úrkomu í kvöld. Því ætti að viðra ágætlega til þess að skemmta sér á útihátíðum víðast hvar.

Veður

Veðrið að skýrast um helgina

Spáð er suðaustlægri eða breytilegri vindátt í dag, þremur til átta metrar á sekúndu og verður skýjað með köflum víða á landinu. Dálítil rigning á suðvestanverðu landinu en annars líkur á dálitlum skúrum, einkum inn til landsins og bætir í skúrina eftir hádegi. Yfirleitt þurrt um landið norðaustanvert. Hiti ellefu til sextán stig.

Veður

Skipta með sér skýjunum

Spáð er hægri vestlægri eða breytilegri vindátt í dag og björtu veðri að mestu suðvestantil en skýjað með köflum og dálitlum skúri í öðrum landshlutum. Líkur eru á skúrum á víð og dreif en úrkomumagnið yfirleitt lítið. Léttir til norðan- og austanlands um kvöldið. Hiti 9 til 17 stig og hlýjast suðvestantil.

Veður

Lægðir fyrir sunnan land hafa áhrif á veður hér

Áfram er útlit fyrir aðgerðalítið veður á landinu í dag og gert ráð fyrir norðlægri átt og þremur til tíu metrum á sekúndu. Skýjað og lítils háttar væta verður norðan- og austanlands og skúrir á Suðausturlandi.

Veður

Rigning á föstudag en síðan hæglætisveður

Senn líður að mestu ferðahelgi ársins, Verslunarmannahelginni, og eflaust fjöldi fólks sem hefur hug á því að elta veðrið, sem hefur verið misgott við fólk eftir landshlutum það sem af er sumri.

Veður

Áfram sumar og sól í dag

Það verður áfram bjart og hlýtt í suðvesturfjórðungi landsins, en norðan- og austanlands verður áfram skýjað og lítilsháttar væta. Það verður norðaustlæg átt og strekkingur á norðvestanverðu landinu og með suðausturströndinni.

Veður

Bjart og hlýtt sumar­veður víða í dag

Norðaustlægar áttir verða ríkjandi á landinu í dag, skýjað að mestu en víða bjartviðri sunnan- og vestanlands. Það verður gott útivistarveður um helgina og fram í næstu viku, úrkomulítið og líkur á sólarglennum í flestum landshlutum.

Veður

Lægð veldur all­hvössum austan­vindi

Lægð suður í hafi veldur allhvössum austanvindi allra syðst á landinu en það verður hægari vindur annars staðar. Skýjað að mestu en þokuloft við norður- og austurströndina, skúrir inn til landsins og rigning með köflum suðaustanlands.

Veður

Skýjað í dag og súld norð­austan­lands

Það verður austan- og suðaustanátt með suðurströndinni í kvöld en norðaustlægari átt á norðvestanverðu landinu. Skýjað að mestu, súld úti við norður- og austurströndina og skúrir inn til landsins. Rigning með köflum sunnanlands í nótt og á morgun.

Veður

Hæg­lætis­veður og dá­lítil væta í dag

Hæglætisveður á landinu í dag, skýjað og sums staðar dálítil væta en skúrir á hálendinu og í innsveitum norðanlands síðdegis. Hiti er tíu til sautján stig en það verður heldur svalara á Austurlandi.

Veður

„Sumarveður“ í kortunum

Norðlægar áttir verða ríkjandi á næstu dögum en í vikunni er útlit fyrir að landið skiptist í tvenn hvað hita varðar. Hlýrra verður á sunnanverðu landinu en svalt á því norðanverðu.

Veður

Norð­vestan­átt á landinu og gasmengun gæti borist til Grinda­víkur

Það verður áfram norðan- og norðvestanátt á landinu í dag. Á norðanverðu landinu verður væta og svalt í veðri, en annars skýjað með köflum, stöku skúrir og hlýtt. Á Austfjörðum hvessir seinnipartinn. Gasmengun við gosstöðvarnar berst til suðurs yfir gönguleiðir, Suðurstrandarveg og mögulega til Grindavíkur.

Veður

Kuldi í kortunum en Ís­lendingar upp­teknir af eigin nafla

Kuldakast er fram undan á landinu og víða spáð köldu veðri. Sérstaklega verður kalt á föstudag og í mikilli hæð er sums staðar útlit fyrir slyddu og snjókomu. Þrátt fyrir þetta segir veðurfræðingur að sumrinu sé hvergi nærri lokið og Íslendingar geti í raun verið þakklátir fyrir að glíma ekki við þann ofsahita sem mælist nú víða um heim.

Veður

Búist við kuldahreti

Veðrið hefur leikið við landsmenn síðustu daga en allt sem er gott tekur enda, eða pásu öllu heldur. Búist er við kuldahreti á næstu dögum en veðurfræðingur segir þó að það eigi eftir að hlýna aftur í næstu viku.

Veður

Kaldara loft færist yfir landið á næstu dögum

Eftir hlýja daga um liðna helgi verður norðlæg átt ríkjandi og smám saman mun kaldara loft færast yfir landið. Um og uppúr miðri vikunni verður orðið kalt í veðri á norðanverðu landinu og nokkuð vætusamt einnig á þeim slóðum.

Veður

Sann­kallað sumar­veður um helgina

Allmikill hæðarhryggur er nú yfir Grænlandshafi og stjórnar veðurlagi helgarinnar sem verður sannkallað sumarveður. Fremur hægir norðaustanvindar munu leika um landið í dag, en strekkingur eða allhvasst og dálítil rigning við suðausturströninda í kvöld og fram á nótt.

Veður