Sport

Pogba féll á lyfjaprófi

Paul Pogba, leikmaður Juventus, er í vandræðum eftir að mikið magn testósteróns greindist í lyfjaprófi sem hann tók á dögunum.

Fótbolti

LeBron og stjörnurnar ætla á Ólympíu­leikana í París

LeBron James og flestar af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar í körfubolta hafa gefið til kynna að þær vilji taka þátt á Ólympíuleikunum sem fram fara í París á næsta ári. Kemur tilkynningin skömmu eftir að Bandaríkin fóru heim af HM í körfubolta með skottið á milli fótanna.

Körfubolti

Rakar inn seðlum eftir að hafa fært sig úr MLS yfir í NFL

Brandon Aubrey lagði hart að sér til að þess að verða atvinnumaður í fótbolta. Hann var valinn í nýliðavali MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum áður en hann ákvað að breyta til. Hann skipti yfir í NFL þar sem spilaður er amerískur fótbolti og er í dag leikmaður Dallas Cowboys.

Fótbolti

Treystir hópnum og vonar að ferskir fætur geri gæfu­muninn

„Við getum ekki útilokað neitt fyrr en það er ómögulegt,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide aðspurður hvort möguleikar Íslands á að ná 2. sæti í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu væru úr sögunni. Hann reiknar með að gera breytingar fyrir leik kvöldsins gegn Bosníu og Hersegóvínu.

Fótbolti

Ís­land ekki tapað fjórum leikjum í röð síðan 2007

Ísland mætir Bosníu og Hersegóvínu í undankeppni EM karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. Íslenska liðið hefur tapað þremur leikjum í röð en fara þarf aftur til ársins 2007 til að finna undankeppni þar sem Ísland tapaði fjórum leikjum í röð.

Fótbolti

Segir af sér eftir ó­við­eig­andi tals­máta

Hinn 71 árs gamli Bruce Arenas hefur sagt af sér sem þjálfari og yfirmaður íþróttamála hjá New England Revolution í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Hann var settur til hliðar í ágúst síðastliðnum vegna rannsóknar deildarinnar á óviðeigandi talsmáta þjálfarans.

Fótbolti

Djoko­vic heiðraði Kobe eftir sögu­legan sigur

Novak Djokovic skráði sig á spjöld sögunnar þegar hann bar sigur úr býtum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Þetta var hans 24. sigur á risamóti en enginn karlmaður hefur unnið jafn marga risatitla í sögu íþróttarinnar. Hann tileinkaði Kobe Bryant heitnum sigurinn.

Sport

Logi og Perla Sól bæði stigameistarar í fyrsta skipti

Logi Sigurðsson, GS, og Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR eru stigameistarar á stigamótaröð GSÍ en þau eru bæði að hampa þessum titli í fyrsta skipti á ferlum sínum. Perla Sól og Axel Bóasson fóru með sigur af hólmi á lokamóti stigamótaraðarinnar, Korpubikarsins, sem lauk. Bæði léku þau á ansi góðu skori.

Golf