Neytendur

Fréttamynd

Hag­kaup aftur sektað vegna tax-free aug­lýsinga sinna

Neytendastofa hefur sektað Hagkaup um 850 þúsund króna vegna auglýsinga um Tax-free afslætti. Var annars vegar um að ræða auglýsingu þar sem prósentuhlutfall verðlækkunarinnar var ekki kynnt neytendum og hins vegar auglýsingar þar sem prósentuhlutfall verðlækkunar var ekki kynnt neytendum með nægilega skýrum hætti.

Neytendur
Fréttamynd

Fær tíu miða klippi­kort hjá Niceair endur­greitt

Þrotabúi Niceair hefur verið dæmt að endurgreiða viðskiptavini 240 þúsund krónur vegna klippikorts sem viðskiptavinurinn hafði ekki fullnýtt áður en Niceair lýsti yfir gjaldþroti. Niceair hætti skyndilega rekstri í apríl á þessu ári og lýsti yfir gjaldþroti mánuði síðar. 

Neytendur
Fréttamynd

Nægju­samur nóvember – Taktu þátt!

Ömmur okkar og afar lifðu oft við þröngan kost, nægjusemi var dyggð og þeim lífsnauðsynleg. Neyslumöguleikar okkar í dag virðast nær takmarkalausir og aðallega háðir því hvort við höfum efni á þeim, ekki endilega hvort við höfum þörf á þeim eða einlægan áhuga.

Skoðun
Fréttamynd

Sante hafi veitt við­skipta­vinum rangar upp­lýsingar

Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að Santewines, sem rekur vefsíðuna sante.is, hafi veitt neytendum rangar upplýsingar um rétt þeirra til að falla frá samningi í skilmálum sínum. Skilmálar síðunnar um rétt neytenda séu því ólögmætir. 

Neytendur
Fréttamynd

Stefn­a á verð­hækk­un hjá Net­flix

Forsvarsmenn streymisveitunnar Netflix stefna á að hækka áskriftaverð á næstunni. Verkfalli handritshöfunda lauk nýverið og stendur til að bíða þar til verkfalli leikara lýkur einnig, áður en verðhækkanirnar verða tilkynntar en verið er að skoða að hækka verðið víða um heim. Fyrst stendur þó til að hækka verðið í Norður-Ameríku.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Milljarðar í ó­þarfa kostnað fyrir neyt­endur

Tryggja þarf aukið eftirlit á bankamarkaði til að tryggja aukna samkeppni. Þetta kom fram í morgun á málþingi um nýútkomna skýrslu um gjaldtöku og arðsemi bankanna. Formaður Neytendasamtakanna segir innlenda greiðslumiðlun mikilvæga í þessu tilliti.

Neytendur
Fréttamynd

Vivaldi bítur í Eplið

Vafrinn Vivaldi er nú aðgengilegur notendum snjalltækja Apple. Búið er að gera útgáfu af vafranum fyrir iOS stýrikerfið sem hægt er að nálgast í App Store.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Snyrti­fræðingar vilja reglu­gerð frá ráðu­neytinu

Fé­lag ís­lenskra snyrti­fræðinga gerir al­var­legar at­huga­semdir við vinnu­brögð af því tagi sem lýst er í sjón­varps­þættinum Kompási á Stöð 2 þar sem ó­fag­lærðir sinna fegrunar­með­ferðum með fylli­efnum. Þetta kemur fram í til­kynningu frá fé­laginu.

Innlent
Fréttamynd

Hætta á matar­eitrun: Inn­kalla osta­sósu

Aðföng hafa ákveðið að innkalla ostasósuna „Santa Maria Dip Nacho Cheese Style“ í 250 gramma dósum. Ástæða innköllunarinnar er að í tiltekinni framleiðslulotu greindist baktería sem valdið getur matareitrun.

Neytendur