Forsetakosningar 2024

Forsetakosningar 2024

Fréttir og greinar tengdar forsetakosningum sem fram fara 1. júní 2024.

Fréttamynd

Hafi orðið fyrir þrýstingi úr ó­líkum áttum

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi var enn og aftur innt eftir svari við því hvort ráðherrar hafi beitt hana þrýstingi í starfi hennar sem orkumálastjóri. Hún vék sér frá beinu svari og sagði að það væri ekki hlutverk forseta að útlista einstaka samræður. Þó sagði hún að ólíkir aðilar úr stjórnmálum, viðskiptalífinu og hagaðilasamtökum hafi eðlilega komið sínu á framfæri við sig.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Völd óskast: For­seti allra kyn­slóða?

Landssamband Ungmennafélaga og JCI á Íslandi bjóða forsetaframbjóðendum að mæta ungu fólki í Iðnó kl. 14:00 þann 5. maí. Efstu fimm frambjóðendum var boðið til samtals við ungt fólk. Í pallborðinu mætast Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir og Jón Gnarr.

Innlent
Fréttamynd

Brúarsmið á Bessa­staði

Einn vinsælasti frasi forsetaframbjóðenda fjallar um gjá á milli þings og þjóðar. Gott og vel. En hvað með gjána sem hefur myndast innan þjóðarinnar, á milli hópa fólks með ólíkar skoðanir, sem virðast ekki geta talað saman öðruvísi en í hástöfum og með óguðlegum fjölda upphrópunarmerkja á samfélagsmiðlum? Ég hef satt að segja meiri áhyggjur af þeirri gjá.

Skoðun
Fréttamynd

Ríf­lega fjöru­tíu prósent líst illa á Katrínu

Samkvæmt nýrri könnun Maskínu líst 41 prósent landsmanna illa á Katrínu Jakobsdóttur sem frambjóðanda til embættis forseta Íslands. Hún kemst þó ekki með tærnar þangað sem Arnar Þór Jónsson hefur hælana þegar kemur að óvinsældum. Sjötíu prósent svarenda líst illa á hann.

Innlent
Fréttamynd

Halla Hrund líka vin­sæll annar kostur

Í nýlegri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands voru þátttakendur einnig spurðir að því hvaða forsetaframbjóðanda þeir gætu hugsað sér að kjósa, annan en þeir ætla að kjósa. Halla Hrund Logadóttir virðist vinsæll annar kostur.

Innlent
Fréttamynd

Halla Hrund mælist með mest fylgi í nýrri könnun Maskínu

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri mælist með mest fylgi í nýrri könnun á vegum Maskínu. Hún hefur aukið fylgi sitt um þrjú prósentustig frá síðustu könnun og mælist nú með 29,4 prósenta fylgi. Fylgi Jóns Gnarr heldur áfram að dragast saman og það sama gildir um fylgi Baldurs Þórhallssonar. Ekki er marktækur munur á fylgi Höllu Hrundar og Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Katrín efst en Jón hrynur í nýrri könnun

Jón Gnarr mælist með umtalsvert minna fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands en í öðrum könnunum til þessa. Katrín Jakobsdóttir trónir á toppnum í könnuninni en ekki er þó marktækur munur á henni og Höllu Hrund Logadóttur.

Innlent
Fréttamynd

Fram­boð Viktors Traustasonar er gilt

Viktor Traustason verður í framboði til embættis forseta Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landskjörstjórn. Þar kemur fram að kjörstjórn hafi komið saman klukkan fjögur í dag á fjarfundi og úrskurðaði um gildi framboðs hans.

Innlent
Fréttamynd

Góður for­seti

Þótt ég hafi ekki alltaf verið sammála Katrínu Jakobsdóttur í stjórnmálum og alls ekki verið sáttur við allar hennar ákvarðanir á því sviði undanfarin ár þá styð ég hana heilshugar sem forsetaframbjóðanda.

Skoðun
Fréttamynd

Búinn að skila inn undir­skriftum eftir „óvenjulegan“ frest

Viktor Traustason skilaði í morgun inn forsetaframboði sínu í annað sinn eftir að hafa fengið aukafrest til að safna meðmælum. Formaður Landskjörstjórnar segir verulega ágalla hafa verið á meðmælalistum Viktors í fyrstu atrennu. Það sé óvenjulegt að veittur sé frestur þegar ágallar eru meiriháttar, eins og í tilfelli Viktors.

Innlent
Fréttamynd

Betra að fá ó­þægi­legu málin fram fyrr en seinna

Prófessor í stjórnmálafræði segir betra fyrir forsetaframbjóðendur að hafa allt uppi á borðum. Í litlu samfélagi séu margar furðusögur á sveimi og mikilvægt fyrir viðkomandi að fá tækifæri til að leiðrétta þær. Þá segir hún forseta í raun gefa upp frelsi sitt þegar hann er kjörinn, þar sem hann sé á sólarhringsvakt alla daga ársins. 

Innlent
Fréttamynd

Mikið fjör á opnun kosningaskrifstofu Gnarr

Fjöldi fólks lét sjá sig þegar Jón Gnarr forsetaframbjóðandi opnaði dyrnar að kosningaskrifstofu sinni við Aðalstræti 11 í dag. Boðið var upp á kræsingar og skemmtiatriði í tilefni opnunarinnar. 

Lífið
Fréttamynd

„Það er hart sótt að okkar fólki“

Verkalýðsdagurinn var haldinn hátíðlegur um land allt í dag. Fjöldi landsmanna kom saman í kröfugöngu í miðbæ Reykjavíkur og var gengið niður að Ingólfstorgi þar sem fram fór fjölmennur útifundur.

Innlent
Fréttamynd

Úr­skurðurinn felldur úr gildi

Landskjörstjórn braut á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þegar þeir úrskurðuðu að meðmælalisti forsetaframbjóðandans Viktors Traustasonar væri ógildur. Úrskurðarnefnd kosningamála hefur því fellt úrskurðinn úr gildi.

Innlent