Flóttafólk á Íslandi

Fréttamynd

Telur hand­tökurnar bera vott um and­úð á út­lendingum

Isabella Rivera, einn mótmælenda í dómsmálráðuneytinu í dag, telur að lögreglan viti ekki hvernig hún eigi að eiga við hópinn No Borders sem undanfarna daga og vikur hefur mótmælt meðferð og aðbúnaði hælisleitenda og flóttafólks hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Heimtur úr helju og á leið til Súðavíkur

Í vikunni varð óvenjuleg fjölskyldusameining í Leifsstöð þegar Murtada Al-Saedi frá Írak fékk að sjá eiginkonu sína og fimm börn í fyrsta sinn í þrjú ár. Þau héldu öll að hann væri látinn. Móðir og börn fengu hæli hér á landi fyrir ári og varð verulega brugðið þegar þau fengu óvænt myndsímtal og á skjánum birtist fjölskyldufaðirinn.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er afgönsk í hjartanu mínu og ég er líka íslensk“

Zahra Mesbah Sayed Ali, 26 ára afgönsk kona sem fékk íslenskan ríkisborgararétt í gær, segir það vera skrítna en góða tilfinningu að vera í fyrsta sinn á ævinni með ríkisfang. Hún hefur búið á Íslandi í sex ár og segist afar sjaldan hafa mætt fordómum hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Taka á móti 75 flóttamönnum á næsta ári

Ríkisstjórnin ákvað í dag að taka á móti allt að 75 flóttamönnum á næsta ári. Þeir eru að stærstum hluta Sýrlendingar sem staddir eru í Líbanon en einnig verður tekið á móti hinsegin flóttamönnum og fjölskyldum þeirra sem eru nú í Kenýa.

Innlent