Fjármálafyrirtæki

Fréttamynd

Kass heyrir sögunni til

Stjórnendur Íslandsbanka hafa ákveðið að loka appinu Kass eftir átta „ánægjuleg og lærdómsrík ár“. Það var fyrst tekið í notkun í byrjun árs 2016, en það er í eigu Íslandsbanka og þróað í samstarfi við Memento.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kviku banka

Halldór Þór Snæland hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kviku og tekur sæti í framkvæmdastjórn bankans. Viðskiptabankasviðið þjónustar viðskiptavini með almennri bankaþjónustu, fjölbreyttum fjártæknilausnum og í gegnum sérhæfð vörumerki og dótturfélög. Á meðal vörumerkja sem heyra undir viðskiptabankasviðið eru Auður, Aur, Lykill, Netgíró og Straumur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rændur af þjófum í Lands­bankanum

Í hið minnsta einn viðskiptavinur Landsbankans varð fyrir barðinu á þjófum við hraðbanka í vikunni sem leið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Innlent
Fréttamynd

Helga hættir sem for­maður banka­ráðs

Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, sem hefur setið í bankaráði frá árinu 2013 og verið formaður þess frá árinu 2016, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu í bankaráði á aðalfundi bankans í mars. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landsbankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gamla Straumi-Burðarás form­lega slitið

Félaginu ALMC hf., sem hét áður Straumur-Burðarás og var um tíma stærsti fjárfestingarbanki landsins, hefur formlega verið slitið. Skilanefnd samþykkti kröfur upp á um 25 milljónir króna en lýstar kröfur námu um 48 milljónum króna. Samþykktar kröfur voru greiddar að fullu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vonar að frum­varp um húsakaup fljúgi í gegn

Frumvarp um uppkaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík kemur til fyrstu umræðu á Alþingi í dag og vonar fjármálaráðherra að það geti orðið að lögum fyrir lok næstu viku. Heimild er til undanþágu frá skilyrði um lögheimili eigenda húsnæðis í bænum en almennt er miðað við uppkaup húsnæðis fólks með lögheimili í Grindavík hinn 10. nóvember.

Innlent
Fréttamynd

Arion banki lækkar vexti

Arion banki hefur lækkað óverðtryggða fasta þriggja ára íbúðalánavexti um 0,15 prósentustig og þeir eru nú 9,45 prósent. Aðrir útlánavextir haldast óbreyttir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nú er hægt að greiða fyrir bíla­stæði með appi án auka­gjalda

Verna hefur opnað appið sitt fyrir öll, hvort sem bíllinn er tryggður hjá Verna eður ei. Meðal nýjunga í appinu er sá möguleiki að leggja bílnum í gjaldskyld stæði án þess að greiða aukagjöld. Í notkun á appinu felst engin skuldbinding, bara ávinningur þar sem notendur geta nýtt sér ýmis sértilboð og fríðindi. Notendur sem ná í appið fyrir 1. mars nk. geta unnið 100 þúsund króna gjafabréf frá Play.

Samstarf
Fréttamynd

Bjarni segir ekki hafa verið ger­legt að kanna hæfi hans gagn­vart kaup­endum

Þingflokksformaður Pírata segir Bjarna Benediktsson fyrrverandi fjármálaráðherra reyna að kenna Alþingi um hans eingin mistök við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrir tæpum tveimur árum. Bjarni segir að gengið hafi verið út frá því að hann þyrfti ekki að kanna hæfi sitt gagnvart hverjum og einum kaupanda í bankanum.

Innlent
Fréttamynd

Um hagnað bankanna

Í hönd fer senn uppgjörstímabil skráðra félaga. Jafnan verður það tilefni til umræðu um afkomu banka líkt og annarra fyrirtækja.

Skoðun
Fréttamynd

Bein út­sending: Bjarni til svara um Banka­sýsluna og banka­söluna

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund klukkan 9:15 þar sem til umræðu verður upplýsingagjöf til ráðherra um stöðu Bankasýslu ríkisins sem sjálfstæðrar stofnunar og um framkvæmd hæfisreglna stjórnsýsluréttar við undirbúning að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022.

Innlent
Fréttamynd

Steinunn Hlíf samdi um starfs­lok

Steinunn Hlíf Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri upplifunar viðskiptavina hjá Arion banka, hefur komist að samkomulagi við bankann um starfslok eftir að hafa gegnt starfinu og átt sæti í framkvæmdastjórn bankans frá árinu 2021.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Snýr aftur eftir stutt stopp hjá Laufinu

Íslandsbanki hefur ráðið Brynjólf Bjarnason í stöðu forstöðumanns fyrirtækjaráðgjafar bankans. Brynjólfur, sem hefur áratugareynslu af störfum í fjármálageiranum, kemur nú aftur til liðs við Íslandsbanka eftir að hafa sinnt starfi framkvæmdastjóra hjá Laufinu frá því í fyrra.

Viðskipti innlent