Fótbolti

AC Milan kom sér aftur á sigurbraut með stór­sigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Christian Pulisic skoraði tvö fyrir AC Milan í kvöld.
Christian Pulisic skoraði tvö fyrir AC Milan í kvöld. Marco Luzzani/Getty Images

AC Milan vann afar öruggan 5-1 sigur er liðið tók á móti Cagliari í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Alsíringurinn Ismael Bennacer skoraði eina mark fyrri hálfleiksins þegar hann kom heimamönnum í AC Milan yfir á 36. mínútu áður en Christian Pulisic tvöfaldaði forystu liðsins eftir rétt tæplega klukkutíma leik.

Nahitan Nandez minnkaði muninn fyrir Cagliari á 63. mínútu, en Tijjani Reijnders endurheimti tveggja marka forskot heimamanna níu mínútum síðar.

Rafael Leao bætti svo fjórða marki Mílanóliðsins við á 83. mínútu áður en Christian Pulisic skoraði annað mark sitt og fimmta mark heimamanna skömmu fyrir leikslok.

Niðurstaðan því 5-1 sigur AC Milan sem situr í öðru sæti ítölsku deildarinnar með 74 stig þegar tvær umferðir eru eftir, en Cagliari situr í 15. sæti með 33 stig, þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×