Viðskipti erlent

Bein út­­sending: Hver hlýtur hag­fræði­verð­laun sænska seðla­bankans?

Atli Ísleifsson skrifar
Blaðamannafundurinn hefst á slaginu 9:45.
Blaðamannafundurinn hefst á slaginu 9:45. Getty

Tilkynnt verður hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans til minningar um Alfred Nobel í ár á fréttamannafundi klukkan 9:45.

Verðlaunin teljast strangt til tekið ekki til Nóbelsverðlauna enda eru verðlaunin ekki komin frá Alfred Nobel sjálfum. Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1969 og er almennt talað um þau sem hluta af Nóbelsverðlaununum.

Fréttamannafundurinn hefst klukkan 9:45 og hægt er að fylgjast með honum í beinni útsendingu hér að neðan.

Bandarísku hagfræðingarnir Ben S. Bernanke, Douglas W. Diamond og Philip H. Dybvig fengu hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans til minningar um Alfred Nóbel á síðasta ári fyrir rannsóknir sínar á bönkum og fjármálakreppum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×