Innlent

Meintur Mentos-þjófur eltur á hlaupum en reyndist sak­laus

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Það er óhætt að segja að verkefni lögreglu hafi verið nokkuð fjölbreytt.
Það er óhætt að segja að verkefni lögreglu hafi verið nokkuð fjölbreytt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkrum útköllum í gær vegna ofurölvi einstaklinga. Einn lá meðvitundarlítill í runna, annar svaf ölvunarsvefni í íbúð og einn til viðbótar dormaði utandyra.

Allir fengu þá aðstoð sem þeir þurftu á að halda.

Lögregla var einnig köllu til vegna vinnuslyss, mögulegs bruna í skóla og þjófnaðar á snjallúri.

Þá var hún að minnsta kosti tvisvar kölluð til vegna þjófnaðar úr verslun. 

Í öðru tilvikinu var tilkynnt um þjófnað á tveimur pökkum af Mentos. Grunaði hljóp af vettvangi en var eltur uppi af starfsmanni verslunarinnar. Á endanum kom þó í ljós að vinur hins meinta þjófs hafði greitt fyrir Mentos-pakkana og lauk málinu þannig farsællega.

Lögregla var einnig beðin um aðstoð þegar einstaklingur fann ekki bifreið sína við Smáralind en hún kom síðar í leitirnar og var aðstoðin afturkölluð. Þá var tilkynnt um glæfraakstur þriggja bifreiða en þær fundust ekki.

Tilkynningar bárust einnig um grunsamlegar mannaferðir og mögulega fíkniefnasölu en umræddir aðilar fundust ekki við eftirgrennslan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×