Enski boltinn

„Hann er sköpunar­vél“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Enginn miðjumaður í ensku úrvalsdeildinni skapaði fleiri færi en þessir tveir á síðustu leiktíð.
Enginn miðjumaður í ensku úrvalsdeildinni skapaði fleiri færi en þessir tveir á síðustu leiktíð. Daniel Chesterton/Getty Images

Kevin De Bruyne, miðjumaður Englands- og Evrópumeistara Manchester City, telur Bruno Fernandes mest skapandi miðjumann ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu.

Hinn 32 ára gamli De Bruyne er að glíma við meiðsli um þessar mundir og getur því sem stendur ekki aðstoðað Man City í leit þeirra að fjórða Englandsmeistaratitlinum í röð. De Bruyne er gríðarlega skapandi miðjumaður og því til sönnunar er hægt að benda á að hann gaf 31 stoðsendingu á síðustu leiktíð.

De Bruyne var í viðtali hjá Sky Sports þar sem hann var beðinn um að raða þremur af mest skapandi miðjumönnum deildarinnar upp eftir getu. Um er að ræða James Maddison hjá Tottenham Hotspur, Martin Ödegaard hjá Arsenal og Bruno Fernandes.

„Hann er sköpunarvél“ sagði De Bruyne um Bruno þegar hann var beðinn um að útskýra af hverju Portúgalinn væri í efsta sæti. Ödegaard var svo í öðru á Maddison rak lestina.

Bruno skapaði alls 119 færi fyrir samherja sína á síðustu leiktíð, mest allra í ensku úralsdeildinni. Þar á eftir komu Kieran Trippier með 110 og svo De Bruyne með 98 færi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×