Enski boltinn

Pochettino skýtur á Klopp

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mauricio Pochettino og Jürgen Klopp á hliðarlínunni þegar Chelsea og Liverpool áttust við á dögunum.
Mauricio Pochettino og Jürgen Klopp á hliðarlínunni þegar Chelsea og Liverpool áttust við á dögunum. getty/Adam Davy

Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Chelsea, skaut á kollega sinn hjá Liverpool, Jürgen Klopp, eftir að Lundúnaliðið vann kapphlaupið um Moises Caicedo.

Chelsea og Liverpool börðust um Caicedo en fyrrnefnda liðið hafði betur í þeirri baráttu og greiddi 115 milljónir punda fyri Ekvadorann. Hann er dýrasti fótboltamaður í sögu Bretlandseyja.

Klopp sagðist eitt ætla að yfirgefa Liverpool ef félagið byði hundrað milljónir punda í leikmann og Pochettino rifjaði það upp á blaðamannafundi.

„Framtíðin breytir hlutum. Lífið breytist. Ég sá Klopp segjast ekki ætla að vera í bransanum þegar þeir myndu borga hundrað milljónir punda. Svo buðu þeir hundrað milljónir punda og hann sagðist hafa gert mistök. Þetta er sama staða,“ sagði Pochettino.

„Í fótboltanum breytist staðan hratt og við þurfum að halda áfram. Í dag hefur ekkert breyst. Ef eitthvað breytist lögum við okkur að því.“

Chelsea mætir nýliðum Luton Town í fyrsta leik 3. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×