Íslenski boltinn

Markalaust í Laugardalnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigurpáll Melberg Pálsson er fyrirliði Fram.
Sigurpáll Melberg Pálsson er fyrirliði Fram. vísir/andri marinó
Fram og Selfoss gerðu markalaust jafntefli í síðasta leik kvöldsins í Inkasso-deildinni.

Leikurinn var afar tilþrifalítill og lítið um færi. Því fór sem fór.

Fram situr í 8. sæti deildarinnar með 27 stig, tveimur stigum á undan Selfossi sem er í sætinu fyrir neðan.

Fram á eftir að mæta Keflavík og Þrótti á meðan Selfoss á leiki gegn Þrótti og Haukum í síðustu tveimur umferðunum.

Upplýsingar um úrslit eru fengnar frá Fótbolta.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×