Íslenski boltinn

Markasúpa á Ásvöllum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Björgvin Stefánsson skoraði tvívegis fyrir Hauka.
Björgvin Stefánsson skoraði tvívegis fyrir Hauka. vísir/andri marinó
Það var nóg af mörkum þegar Haukar tóku á móti Leikni R. í 19. umferð Inkasso-deildarinnar í kvöld. Lokatölur 5-3, Haukum í vil.

Björgvin Stefánsson og Arnar Aðalgeirsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Hauka. Haukur Ásberg Hilmarsson var einnig á skotskónum.

Anton Freyr Ársælsson skoraði tvö mörk fyrir Leiknismenn og Aron Fuego Daníelsson eitt.

Með sigrinum komust Haukar upp í 3. sæti deildarinnar. Leiknismenn eru aftur á móti í 7. sætinu.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengar frá Fótbolta.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×