Orkumál

Fréttamynd

Ný stefna, nýtt nafn og nýtt merki: „Við erum afl­vaki sjálf­bærrar fram­tíðar“

Síðustu vikur og mánuði hefur farið fram mikil vinna við nýja stefnu Orkuveitu Reykjavíkur. Meðfram nýrri stefnu hefur ásýnd fyrirtækisins verið endurmörkuð. Héðan af verður það kallað Orkuveitan í daglegu tali, nýtt merki hefur verið hannað og einkennislitnum breytt úr bláum í grænan. Þá hefur setningin „Við erum aflvaki sjálfbærrar framtíðar“ verið gerð að eins konar einkunnarorðum Orkuveitunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Næstum þre­faldur hagnaður af því að reisa Urðarfellsvirkjun

Heildarvirði Urðarfellsvirkjunar var tæplega 17 sinnum hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) við kaup bresks orkusjóðs á virkjuninni í janúar. Munur á stofnverði og söluverði er næstum þrefaldur en virkjunin hóf að framleiða rafmagn fyrir um sex árum.

Innherji
Fréttamynd

Suður­nes sett í sam­band – mikil­vægara nú sem aldrei fyrr

Nú liggur fyrir að Framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sé komið í höfn áætlað er að framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 munu hefjast síðsumars, en í vor stendur til að bjóða í út jarðvinnu vegna línulagnarinnar. Þetta varð ljóst eftir úrskurð Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nú í janúar.

Skoðun
Fréttamynd

Segja bréf HS Veitna ó­tíma­bært og taktlaust

Vestmannaeyjabær hefur skrifað svarbréf til höfuðs bréfi HS Veitna til bæjarins þar sem bærinn segir erindi fyrirtækisins ótímabært og taktlaust. Þar er fullyrt að ábyrgð á vatnslögn til Vestmannaeyja sé á ábyrgð HS veitna, sem sé eigandi og stjórnandi lagnarinnar í lagalegum skilningi.

Innlent
Fréttamynd

Segir HS veitur reyna að koma sér undan

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir HS veitur reyna að koma sér undan skyldum sínum gagnvart Eyjamönnum með því að óska eftir því að Vestmannaeyjabær leysi til sín vatnsveituna í Eyjum.

Innlent
Fréttamynd

Vest­manna­eyja­bær hafi ekki axlað á­byrgð og leysi til sín vatns­­veituna

HS Veitur hafa óskað eftir að Vestmannaeyjabær leysi til sín vatnsveituna í Eyjum. Fyrirtækið hefur ítrekað lagt áherslu á að Vestmannaeyjabær beri ábyrgð á lögninni sem eigandi og sé skylt að koma að greiðslu kostnaðar sem því fylgir að koma lögninni í nothæft ástand eftir að að lögnin skemmdist á síðasta ári. Þetta hafi sveitarfélagið ekki gert og telur HS Veitur rekstrarforsendur nú brostnar.

Innlent
Fréttamynd

Verk­takar sjá fram á met­ár í út­boðum

Met verður slegið í útboðum verklegra framkvæmda í ár, miðað við þau áform sem kynnt voru á Útboðsþingi í dag. Aðgerðir vegna Grindavíkur gætu þó sett strik í reikninginn en Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að frestun stórframkvæmda gæti orðið ein af mótvægisaðgerðunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 í höfn

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Hraunavina, Landverndar, Landgræðslu- og umhverfisverndarsamtaka Íslands og Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands um að fella úr gildi ákvörðun bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga frá 30. júní 2023, um að veita Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2.

Innlent
Fréttamynd

Fær­eyingar vonast eftir hlut­deild í olíu­vinnslu

Færeyingar sjá tækifæri til að fá hlutdeild í gríðarmiklum umsvifum sem fylgja munu fyrirhugaðri olíu- og gasvinnslu á breska Rosebank-svæðinu. Svæðið er um 130 kílómetra norðvestur af Hjaltlandseyjum en aðeins fimmtán kílómetra austan við lögsögumörk Færeyja. Mun styttra er á svæðið frá Færeyjum heldur en frá Aberdeen, helstu olíuþjónustumiðstöð Bretlandseyja.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Skerðingar eru eðli­legur hluti af rekstri raf­orku­kerfisins

Íslenski raforkumarkaðurinn er einangrað vatnsorkukerfi án tiltæks varaafls til orkuframleiðslu og nær eina slíka vatnsorkukerfið í heiminum. Þessi staðreynd hefur mikil áhrif á hvernig þarf að stýra rekstri kerfisins. Talsverður hluti orkuvinnslunnar er unninn úr jarðvarma, en vatnsorkuþátturinn er ráðandi.

Skoðun
Fréttamynd

Við erum sam­mála – að mestu

Ef þú fylgist með fréttum og ert virk á facebook hefur ef til vill sú mynd dregist upp fyrir þér að það sé algert uppnám í raforkumálum þjóðarinnar. Að þú getir ekki látið ljósin loga og rafmagnsreikningurinn fari að slaga upp í sjónvarps- og netreikningana á næstu mánuðum. Ef fyrirtækin og stjórnvöld ákveða að vinna saman að lausninni þá mun það ekki gerast, jafnvel þótt vatnið standi lágt í Þórisvatni.

Skoðun
Fréttamynd

Rafmagnsleysið mjög ó­venju­legt

Rafmagnsleysið sem varð síðdegis á höfuðborgarsvæðinu svo umferðarljós urðu óvirk í vetrarveðrinu með tilheyrandi öngþveiti er mjög óvenjulegt.

Innlent
Fréttamynd

Orkumálaáróður ráð­herra

Á þriðjudaginn voru umræður á alþingi um orkumál en þá umræðu nýtti orkumálaráðherra enn og aftur til þess að reyna að sannfæra þing og þjóð um að hér á landi sé gríðarlegur orkuskortur og að virkja þurfi heilan helling til að tvöfalda raforkuframleiðsluna.

Skoðun
Fréttamynd

Búrfellslundur – fyrir hvern?

Landsvirkjun vinnur hart að undirbúningi á því að byggja Búrfellslund þessa dagana. Svo hart að þrátt fyrir að Búrfellslundur sé ekki kominn í skipulag sveitarfélagsins sem hann á að rísa í og Orkustofnun hafi ekki gefið út virkjanaleyfi, þá er samt búið að bjóða út vindmyllurnar, það liggur svo mikið á!

Skoðun
Fréttamynd

Orku­skortur og náttúru­legur breyti­leiki

Kallast það orkuskortur þegar lygnir í Danmörku? Er það orkuskortur þegar sólarsellur Kaliforníu hætta framleiðslu að kvöldi? Nei, og það telst ekki endilega orkuskortur þótt lónstaða við virkjanir Landsvirkjunar sé í lakara lagi.

Skoðun
Fréttamynd

„Við rekum at­vinnu­greinar sem við sjálf viljum ekki taka þátt í“

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist ekki geta borið ábyrgð á öllu sem Samfylkingin hefur gert sögulega. Hún segir áríðandi að gæta að mannúð og sanngirni í útlendingamálum á sama tíma og send séu skýr skilaboð um stjórn á landamærum. Kristrún ræddi þetta, og annað, í Bítinu í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Virkjanir í Ölfusi og hags­munir Hver­gerðinga

Á síðasta ári lýsti Sveitarfélagið Ölfus yfir áformum um að reisa virkjun inni í Ölfusdal fyrir ofan Hveragerði í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og nýtt orkufyrirtæki sveitarfélagsins, Títan. Í nóvember síðastliðnum blésu þessir aðilar svo til fréttamannafundar með umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra um þessi áform.

Skoðun
Fréttamynd

Flýttu mark­miði um að hætta olíu­notkun eftir „rangar upp­lýsingar“ Orku­stofnunar

Ákvörðun við gerð stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar haustið 2021 um að flýta áður yfirlýstu markmiði hvenær Ísland yrði óháð jarðefnaeldsneyti um tíu ár – núna á það að nást ekki síðar en 2040 – var byggð á grunni „rangra upplýsinga“ sem bárust frá Orkustofnun á þeim tíma, að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann furðar sig hvernig á því standi að stofnunin virðist ekki geta sinnt hlutverki sínu um að hafa yfirsýn og eftirlit með sölufyrirtækjum raforku og ástandið hvað það varðar minni sumpart á stöðuna á fjármálamarkaði á árunum fyrir fall bankanna.

Innherji
Fréttamynd

Raf­magn komið á Grinda­vík um loft­línu í kvöld

Búið er að koma rafmagni til Grindavíkur um loftlínu sem reist var yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg og olli því að stofnstrengir Grindavíkur skemmdust. Rafmagn var komið á línuna klukkan átta í kvöld og í kjölfarið var slökkt á varavélum Landsnets.

Innlent
Fréttamynd

Enn tapast tæki­færin

Í viðtali við hlaðvarpið „Ein pæling“ lét forstjóri Landsvirkjunar þau orð falla að ekki væri hægt að útiloka að til rúllandi rafmagnsleysis kæmi á Íslandi, þar sem gera þarf heilu landsvæðin rafmagnslaus í senn og rafmagnsleysið „rúllar því um landið“.

Skoðun