Hvalveiðar

Fréttamynd

Bíða við­bragða ríkis­stjórnarinnar

Stjórnarandstaðan er ekki samstíga um hvort leggja eigi fram vantrausttillögu á matvælaráðherra þegar Alþingi kemur saman á ný. Sumir eru á því á meðan aðrir telja þetta vandamál ríkisstjórnar.

Innlent
Fréttamynd

Hve­nær brýtur maður lög?

Þessa dagana hugsar gamla ísland sér gott til glóðarinnar. Gömlu hagsmunaöflin um óbreytt fyrirkomulag í sjávarútvegi, forherrta valdaklíkan sem ekki má anda á og það er Þórðargleði hjá stjórnarandstöðu sem sér færi á að fella ríkisstjórn með vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur út af framgöngu hennar í dýravelferðarmáli.

Skoðun
Fréttamynd

Hyggst leggja fram van­trausts­til­lögu gegn Svan­dísi

Formaður Flokks fólksins segist líta álit umboðsmanns Alþingis, um að matvælaráðherra hafi ekki gætt meðalhófs við bann á hvalveiðum, mjög alvarlegum augum. Hún hafi rætt við formenn annarra stjórnarandstöðuflokka á Alþingi um að lýsa yfir vantrausti gegn ráðherranum.

Innlent
Fréttamynd

Ó­sam­mála um út­gangs­punkt Um­boðs­manns

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks segir álit umboðsmanns um hvalveiðar annars vegar og Íslandsbankasöluna hins vegar ólík enda hafi matvælaráðherra brotið gegn reglum stjórnskipunarréttar og að öllum líkindum bakað ríkinu skaðabótaskyldu sem fyrrverandi fjármálaráðherra hafi ekki gert. Málið verði að taka alvarlega.

Innlent
Fréttamynd

Gjör rétt - þol ei ó­rétt!

Það er mér algerlega lífsins ómögulegt eftir úrskurð umboðsmanns Alþingins í Hvalveiðimálinu svokallaða og viðbragða hlutaðeigandi ráðherra og samstarfsflokka, að styðja á nokkurn hátt ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.

Skoðun
Fréttamynd

Á­lit og á­skoranir vegna hval­veiða

Álit umboðsmanns Alþingis um tímabundna stöðvun hvalveiða liggur nú fyrir. Sum hafa beðið eftir því með óþreyju, önnur hafa beðið þess að hvalveiðar við Ísland verði algerlega afnumdar ef marka má vaxandi andstöðu þjóðarinnar í skoðanakönnunum. Í áliti umboðsmanns kemur fram að útgáfa reglugerðarinnar, sem kvað á um frestun á upphafi hvalveiða til 1. september sl., hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í 4. gr. laga nr. 26/1949 um hvalveiðar eins og sú grein verður skýrð með hliðsjón af markmiðum sínum, lagasamræmi og grunnreglum stjórnskipunarréttar um vernd atvinnuréttinda og atvinnufrelsis eins og segir í álitinu. Þá telur umboðsmaður að útgáfa reglugerðarinnar hafi ekki, miðað við þær aðstæður sem uppi voru, samrýmst kröfum um meðalhóf eins og þær leiða af almennum reglum stjórnsýsluréttar.

Skoðun
Fréttamynd

Telur ein­sýnt að Svan­dís eigi að víkja

Forsætisráðherra telur ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álits Umboðsmanns alþingis um hvalveiðibann í sumar. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir afsögn Bjarna Benediktssonar hafa skapað fordæmi og Svandís eigi að víkja. 

Innlent
Fréttamynd

Katrín segir á­lit Um­boðs­manns ekki til­efni til af­sagnar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir álit Umboðsmanns ekki tilefni til afsagnar Svandísar Svavardóttur matvælaráðherra. Hún segir að mikilvægt sé að taka niðurstöðu Umboðsmanns alvarlega og draga af henni lærdóm en að hún gefi ekki tilefni til róttækra aðgerða.

Innlent
Fréttamynd

Kristján segir Hval ætla að krefjast skaða­bóta

Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Sér já­kvæða hlið á á­liti um­boðs­manns

Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir ekki gott að skort hafi lagaheimild þegar matvælaráðherra frestaði hvalveiðum í sumar. „En það er eitthvað sem gerist reglulega á Íslandi.“

Innlent
Fréttamynd

Tekur á­litið al­var­lega en hyggst ekki segja af sér

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að hún hafi ekki átt annan kost en að bregðast við með því að fresta upphafi hvalveiða við upphaf vertíðar. Hún segist taka álit umboðsmanns Alþingis alvarlega og að hún muni áfram berjast fyrir breytingum á „úreltum“ hvalveiðilögum. 

Innlent
Fréttamynd

Deilur um Kristján Lofts­son og litla fræðslu­bók

Farsakennd atburðarás um hvalveiðar. Kristján Loftsson og konurnar í tunnunum. Krafa um afsökunarbeiðni í Karphúsinu og eftirtektarverðir Bomber jakkar Eflingarfólks. Óvænt útspil Heimis Más Péturssonar, sjókvíaeldi og hatrammar deilur um eina litla fræðslubók. Þetta eru deilur ársins 2023.

Innlent
Fréttamynd

Segir ríkis­stjórnina standa á brauð­fótum

Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins var afar opinskár í Bítinu í morgun. Þar sagði hann brýn verkefni framundan og hann treysti einfaldlega ekki ríkisstjórninni til að koma þeim í hús.

Innlent
Fréttamynd

„Hvalir fram­leiða ekki súr­efni“

Hafrannsóknarstofnun hefur skilað inn umsögn um frumvarp um bann við hvalveiðum þar sem stofnunin tekur ekki formlega afstöðu með eða á móti en gagnrýnir harðlega staðhæfingar í greinargerð með frumvarpinu.

Innlent
Fréttamynd

Kristján viss um að hann veiði á­fram hval á næsta ári

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segist viss um að hann fái að halda áfram að veiða hval á næsta ári þrátt fyrir að núgildandi veiðileyfi renni út um áramótin. Það sé nóg af hvali við strendur Íslands og hægt að halda áfram veiðum að eilífu.

Innlent
Fréttamynd

„Fróð­legt að sjá hver við­brögð mat­væla­ráð­herra verða“

Á­kvörðun Bjarna Bene­dikts­sonar, formanns Sjálf­stæðis­flokksins, um að segja af sér sem fjár­mála­ráð­herra vekur gríðar­lega at­hygli. Á­lits­gjafar á sam­fé­lags­miðlum eru ýmist hvumsa yfir á­kvörðuninni, fagna henni eða bæði. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir ákvörðunina marka ný viðmið um ábyrgð ráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Hval­veiði­þver­sögnin

Er ég skrifa þetta hafa tvö hvalveiðiskip nýlega lagt skutlum sínum og lokið vertíðinni en við sitjum eftir með spurninguna, hvað nú? Verður hvalur númer 25 síðasta langreyðin sem drepin verður við strendur Íslands? Eða er þetta bara enn einn blóðugur kafli í endalausri sögu þar sem eiginhagsmunir eins sportveiðimanns eru settir framar hagsmunum samfélags og náttúru?

Skoðun