Erlend sakamál

Fréttamynd

Þjóðar­sorg í Tékk­landi vegna skotaárásarinnar

Stjórnvöld í Tékklandi hafa lýst yfir degi þjóðarsorgar á morgun vegna einnar verstu fjöldaskotárásar í sögu Evrópu, þegar 24 ára byssmaður gekk berserksgang í háskóla í Prag, höfuðborg landsins, í gær og myrti 14 og særði 25, þar af 10 alvarlega.

Erlent
Fréttamynd

Dæmd fyrir morðið á Briönnu

Tvö sextán ára ungmenni í Bretlandi hafa verið dæmd fyrir að hafa myrt hina sextán ára gömlu Briönnu Ghey í febrúar síðastliðnum. Dómstóll mun kveða upp lengd refsingu þeirra í næsta mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Sat inni í tuttugu ár fyrir að myrða börn sín en dómurinn ó­giltur

Hæstiréttur Nýja Suður-Wales í Ástralíu hefur ógilt þrjátíu ára fangelsisdóm Kathleen Folbigg, sem afplánaði tuttugu ár af dómnum áður en hún var náðuð í sumar. Hún var dæmd í þrjátíu ára fangelsi árið 2003 fyrir að myrða þrjú barna sinna og valda dauða þess fjórða. Hæstiréttur taldi sönnunargögn sem notuð voru í máli hennar óáreiðanleg.

Erlent
Fréttamynd

Shakira semur um skattalagabrotin

Kólumbíska poppstjarnan Shakira hefur gert dómssátt við saksóknara um meint skattalagabrot hennar á Spáni, en réttarhöld í málinu voru í þann mund að hefjast.

Erlent
Fréttamynd

Ása krefur FBI um bætur eftir leit á heimilinu

Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur stefnt bandarísku alríkislögreglunni og krafist bóta vegna tjóns sem varð á heimili Ásu í sumar. Tjónið hlaust þegar alríkislögreglan, FBI, gerði tólf daga húsleit í tengslum við rannsóknina á Heuermann.

Erlent
Fréttamynd

Sex­tán leið­togar Gambino-fjölskyldunnar hand­teknir

Lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum og á Ítalíu hafa handtekið sextán meinta leiðtoga Gambino-glæpafjölskyldunnar og samstarfsmenn þeirra. Einstaklingarnir eru grunaðir um svik, fjárkúganir og afskipti af vitnum, svo eitthvað sé nefnt.

Erlent
Fréttamynd

Stroku­kóngur fær fjór­tán ár fyrir stroku­til­raun

Franskur maður sem fékk upphafleg dóm fyrir vopnað rán hefur verið dæmdur í annað sinn til fangelsisvistar fyrir að strjúka úr fangelsi. Fjórtán ár bætast nú við fangelsisvistina eftir að hann flúði fangelsi í París meðal annars með aðstoð þyrlu.

Erlent
Fréttamynd

Dularfullur dauðdagi vísindamanns

Háskólinn í Barcelona rannsakar dauðsfall lífefnafræðings sem lést í fyrra. Hann vann að rannsóknum á Creutzfeld-Jakobs sjúkdóminum og hafði undir höndum þúsundir hættulegra sýna sem enginn í rannsóknarteyminu vissi af.

Erlent
Fréttamynd

„Hann er ekki sekur“

Rex Heuermann, sem grunaður er um Gilgo Beach-morðin svokölluðu, mætti fyrir dómara í New York í gær. Um var að ræða undirbúning fyrir komandi réttarhöld yfir honum, þar sem hann er sakaður um að hafa myrt minnst þrjár konur.

Erlent
Fréttamynd

Mæðgur myrtar í Noregi

Móðir og átta ára dóttir hennar fundust látnar í borginni Kristiansand í Noregi í dag. Málið er rannsakað sem morð. 

Erlent