Erlend sakamál

Fréttamynd

Tók morðið upp á símann: „Í myndunum mínum deyja alltaf allir“

Karlmaður frá Suður-Afríku, Brian Steven Smith, var nýlega fundinn sekur um að hafa myrt tvær konur og fjölmörg kynferðisbrot gegn konunum báðum sem báðar voru frumbyggjar frá Alaska. Lögregla komst á snoðir um brot mannsins eftir að kona stal símanum hans og afhenti lögreglu í kjölfarið minnislykil með myndböndum og myndum úr honum.

Erlent
Fréttamynd

Vopnavörðurinn sögð hafa verið óvandvirk

Vopnavörðurinn Hannah Gutierrez-Reed er sögð hafa verið óvandvirk á setti kvikmyndarinnar Rust. Hún sá um að hlaða byssu fyrir leikarann Alec Baldwin við tökur sem svo hleypti af henni með þeim afleiðingum að kvikmyndagerðarkonan Halyna Hutchins lést þann 21. október 2021. Bæði eru þau ákærð fyrir manndráp af gáleysi.

Erlent
Fréttamynd

Sár á­rásar­mannsins gætu reynst ban­væn

Maðurinn sem skvetti sýru framan í 31 árs gamla konu og tvær dætur hennar í Lundúnum síðasta miðvikudag áður en hann lagði á flótta, er enn ófundinn. Sár hans gætu að sögn lögreglu reynst banvæn komist hann ekki undir læknishendur. 

Erlent
Fréttamynd

Leita enn að manninum sem skvetti sýrunni

Breska lögreglan fór inn í og rannsakaði fimm byggingar í leit sinni að Abdul Ezedi, sem skvetti sýru á konu og tvær dætur hennar á miðvikudag. Ekki hefur sést til mannsins síðan á miðvikudagskvöld og liggur móðirin þungt haldin.

Erlent
Fréttamynd

Móðurinni haldið sofandi

Móðurinni sem varð fyrir því að sýru var skvett framan í hana í London á miðvikudagskvöld er haldið sofandi. Hún er alvarlega slösuð. Dætur hennar tvær sem einnig urðu fyrir árásinni eru ekki eins hætt komnar.

Erlent
Fréttamynd

Dauð­vona þjófur sem stal skóm Dóróteu sleppur við fangelsi

Aldraður maður sem stal hinum frægu rauðu skóm Dóróteu úr kvikmyndinni um Galdrakarlinn í Oz mun líklega sleppa við fangelsi þar sem hann er við dauðans dyr. Hinn 76 ára gamli Terry Jon Martin sagðist hafa stolið skónum sem Judy Garland var í í kvikmyndinni sem kom út árið 1939 af safni í Minnesota, því hann vildi fremja sitt síðasta rán áður en hann dó.

Erlent
Fréttamynd

Ís­lendingur hand­tekinn fyrir að ljúga um á­rás á Tenerife

Íslenskur ferðamaður á Tenerife hefur verið handtekinn grunaður um ljúga til um árás sem hann sagðist hafa orðið fyrir og reyna svíkja út fé vegna þess. Um er að ræða karlmann sem er 66 ára gamall, en handtakan fór fram á hóteli mannsins á suðurhluta eyjunnar.

Innlent
Fréttamynd

Myrti tví­fara sinn til að flýja þrúgandi fjöl­skyldu

Réttarhöld yfir 24 ára gamalli þýsk-írakskri konu og 25 ára gömlum manni frá Kósovó hófust í Þýskalandi í gær. Parið er ákært fyrir hafa myrt 23 ára gamla konu í ágúst 2022. Hin ákærða kona er sögð hafa viljað sviðsetja dauða sinn í von um að flýja þrúgandi fjölskylduaðstæður.

Erlent
Fréttamynd

Fritzl mögu­lega fluttur úr öryggis­fangelsi

Austurríski kynferðis- og ofbeldismaðurinn Josef Fritzl verður mögulega fluttur í almennt fangelsi eða á elliheimili. Fritzl hefur afplánað dóm sinn á réttargeðdeild í öryggisfangelsi frá því hann var handtekinn árið 2009.

Erlent
Fréttamynd

Á­kærður fyrir morðið á Emilie Meng

Danskur karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt hina sautján ára gömlu Emilie Meng. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir brot gegn tveimur unglingsstúlkum til viðbótar.

Erlent
Fréttamynd

Fékk ekki skil­orð og réðst á dómarann

Deobra Redden, þrítugur karlmaður frá Las Vegas í Bandaríkjunum, stökk yfir dómarabekkinn og réðst á dómarann í máli hans vegna líkamsárásar í gær. Hann virðist hafa verið ósáttur með ákvörðun dómarans um að fallast ekki á beiðni hans um skilorðsbundinn dóm.

Erlent
Fréttamynd

Hópárás gegn 90210 stjörnu náðist á mynd­band

Bandaríski leikarinn Ian Ziering lenti í átökum við mótorhjólagengi á gamlárskvöld. Myndband af átökunum hefur verið birt í fjölmiðlum vestanhafs, en þar má sjá marga ráðast að Ziering sem svarar fyrir sig, en endar á að hlaupa á brott.

Lífið
Fréttamynd

Maður margra dulargerva gómaður eftir mörg ár á flótta

Strokufangi, sem hefur verið kallaður maður margra dulargerva (e. master of disguise), hefur verið handtekin í Kaliforníuríki Bandaríkjanna eftir fjögur ár á flótta, eða síðan hann slapp úr fangelsi á Hawaii árið 2019. Hann er meðal annars grunaður um dularfullt morð á kærustu sinni.

Erlent