Þór Akureyri

Fréttamynd

„Þurfum að fara láta þetta falla fyrir okkur núna“

„Það er eiginlega erfitt að einhvernveginn setja það í orð skilurðu, maður er einhvernveginn ekki alveg búinn að átta sig á tilfinningunum eftir leikinn þannig ég þarf eiginlega bara að fá að þessa pass við þessari spurningu“, sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, sem var eðlilega enn að jafna sig eftir að hafa dottið út úr 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins gegn Stjörnunni þar sem eina mark leiksins kom á þriðju mínútu uppbótartíma.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við vorum ekki að fara spila fót­bolta hérna“

Nik Chamberlain, þjálfari toppliðs Breiðabliks, var ánægður með 3-0 sigur gegn Þór/KA fyrir norðan í dag en segir aðstæður hafa verið erfiðar en spilað var á VÍS-vellinum sem hefur náttúrulegt gras og hefur mátt þola snjókomu alla vikuna.

Fótbolti
Fréttamynd

„Hefðum getað gert þetta enn­þá ljótara á töflunni”

Þór/KA vann 5-0 stórsigur á Tindastóli í bestu deild kvenna fyrr í kvöld eftir að hafa leitt með fjórum mörkum í hálfleik. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, var mjög ánægður með leik síns liðs og þá sérstaklega spilamennskuna í fyrri hálfleik sem lagði grunninn að sigrinum.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þegar við skorum að þá er gaman“

„Ég er ægilega ánægður, mér fannst liðið bara flott í þessum leik á móti erfiðu liði,“ sagði Jóhann Kristinn þjálfari Þór/KA eftir 4-0 sigur á Keflavík á Akureyri í Bestu deild kvenna í fótbolta.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Með sjö í þremur: „Kannski margir sem af­skrifa mann en mér finnst ég eiga nóg eftir“

Engu er logið þegar sagt er að Sandra María Jessen, landsliðskona í fótbolta, hafi farið hamförum í upphafi tímabils. Hún hefur skorað öll sjö mörk Þórs/KA í sumar og er markahæst í Bestu deildinni. Sandra ákvað að semja aftur við Þór/KA í vetur og er sátt með þá ákvörðun. Hún segir að Akureyringa dreymi um að verða Íslandsmeistarar.

Íslenski boltinn