KA

Fréttamynd

„Við vorum ekki að fara spila fót­bolta hérna“

Nik Chamberlain, þjálfari toppliðs Breiðabliks, var ánægður með 3-0 sigur gegn Þór/KA fyrir norðan í dag en segir aðstæður hafa verið erfiðar en spilað var á VÍS-vellinum sem hefur náttúrulegt gras og hefur mátt þola snjókomu alla vikuna.

Fótbolti
Fréttamynd

„Erum á á­kveðinni veg­ferð”

Arnór Smárason, hinn þaulreyndi fyrirliði ÍA, var kampakátur í viðtali eftir 3-2 útisigur gegn KA í 9. umferð bestu deildarinnar þar sem öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. Arnór skoraði þriðja mark leiksins af vítapunktinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: KA - ÍA 2-3 | Skaga­menn sóttu sigur norður

Áfram heldur slakt gengi KA en liðið beið í lægri hlut, 3-2, gegn ÍA á Greifavellinum í níundu umferð bestu deildarinnar í dag. KA komst snemma yfir en Skagamenn gengu á lagið og leiddu 3-2 í hálfleik sem urðu lokatölur. KA áfram í næstneðsta sæti deildarinnar en ÍA í því sjötta.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Svona eru í­þróttir“

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var sársvekktur eftir stórt tap gegn Stjörnunni í 8. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Lokastaðan í Garðabæ 5-0 þar sem KA hreinlega sá ekki til sólar. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Hefðum getað gert þetta enn­þá ljótara á töflunni”

Þór/KA vann 5-0 stórsigur á Tindastóli í bestu deild kvenna fyrr í kvöld eftir að hafa leitt með fjórum mörkum í hálfleik. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, var mjög ánægður með leik síns liðs og þá sérstaklega spilamennskuna í fyrri hálfleik sem lagði grunninn að sigrinum.

Fótbolti