Mjólkurbikar karla

Fréttamynd

„Þurfum að fara láta þetta falla fyrir okkur núna“

„Það er eiginlega erfitt að einhvernveginn setja það í orð skilurðu, maður er einhvernveginn ekki alveg búinn að átta sig á tilfinningunum eftir leikinn þannig ég þarf eiginlega bara að fá að þessa pass við þessari spurningu“, sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, sem var eðlilega enn að jafna sig eftir að hafa dottið út úr 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins gegn Stjörnunni þar sem eina mark leiksins kom á þriðju mínútu uppbótartíma.

Fótbolti
Fréttamynd

„Stundum þarftu að fara Krýsuvíkurleiðina“

Það var létt yfir Arnari Grétarssyni, þjálfara Vals, þegar hann mætti í viðtal strax eftir að liðinu tókst að tryggja sig inn í undanúrslit Mjólkurbikars karla nú í dag. Arnar sagði að leikirnir gerðust ekki dramatískari en leikurinn í dag. Liðið var með pálmann í höndum sér en Keflvíkingum tókst að jafna á lokamínútu leiksins og koma sér í vítaspyrnukeppni þar sem Valsmenn höfðu betur.

Fótbolti
Fréttamynd

Upp­gjör: Kefla­vík - Valur 3-3 | Valur í undan­úr­slit eftir vítaspyrnukeppni

Keflavík tók á móti Val í átta liða úrslitum Mjólkurbikars karla nú í dag. Eftir 90 mínútur var staðan 2-2 og því þurfti að grípa til framlengingar. Bæði lið náðu að skora sitt hvort markið í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Valsmenn unnu 5-3 og það er því Valur sem er fyrsta liðið til að tryggja sig inn í undanúrslit Mjólkurbikarsins þetta árið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

FH fékk tvær sektir frá KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands hefur sektað FH um alls 28 þúsund krónur vegna fjölda refsistiga sem liðið fékk í 3-0 tapinu gegn Val í Mjólkurbikar karla og svo í 2-1 sigrinum á ÍA í Bestu deild karla.

Íslenski boltinn