Börn og uppeldi

Fréttamynd

Vill úr­bætur sem fyrst á Flóttamannaleið

Bæjarstjóri Garðabæjar deilir áhyggjum íbúa í bænum af öryggi barna sem þurfa að fara yfir Flóttamannaleið á leið sinni á sumarnámskeið. Vegurinn sé illa farinn og umferð um hann hafi margfaldast. Hann kallar eftir því að Vegagerðin, sem á veginn, geri úrbætur sem fyrst.

Innlent
Fréttamynd

Óttast um öryggi barna á leiðinni á golf­völlinn

Íbúar í Urriðaholti óttast um öryggi barna sem fara gangandi á sumarnámskeið hjá golfklúbbi í hverfinu. Einn þeirra segir ökumenn aka á miklum hraða í blindbeygju án þess að slá af. Bregðast þurfi við sem fyrst.

Innlent
Fréttamynd

Nektarmyndum fækkar meðal ung­menna

Hlutfall barna og ungmanna sem segist hafa fengið senda nektarmynd eða hafa verið beðin um að senda af sér nektarmynd lækkar frá árinu 2021. Þá eru einnig færri sem hafa upplifað hótanir, einelti, útilokanir frá hópum og ljót komment í tölvuleikjum eða á samfélagsmiðlum. 

Innlent
Fréttamynd

Á­nægðari börn, for­eldrar og starfs­fólk og öflugt fagstarf

Hafnarfjarðarbær mun í haust innleiða breytingar á leikskóladegi barna sem gefa færi á styttri viðveru en um leið sömu umönnun og kennslu. Foreldrar geta lækkað leikskólagjöldin um allt að 30%. Enn sem fyrr geta þó foreldrar fengið pláss fyrir börnin sín fullan leikskóladag þurfi þeir þess.

Samstarf
Fréttamynd

Enn um vanda drengja

Á stéttina við skólann minn er máluð risastór sól. Börnin búa stundum til leiki sem hnitast um hana. Einn þeirra er þannig að þau standa í hring í kringum sólina og svo skiptast þau á að fullyrða eitthvað um sjálf sig. Síðan ganga þau inn í sólina og hin fylgja á eftir finnist þeim fullyrðingin líka eiga við um sig. Í hádeginu einn mildan vetrardag urðum við, ég og samstarfskona mín, vitni að slíkum leik. Það voru allt stelpur sem voru að leika, um það bil níu ára gamlar. Sú sem „átti að gera“ hugsaði sig um andartak og sagði svo stundarhátt: „Ég fæ oft kvíða.“ Síðan gekk hún öruggum skrefum inn að miðju sólar. Hinar fylgdu allar á eftir, hver ein og einasta. Á sama tíma voru strákarnir í bekknum uppteknir við annað. Þeir voru hlæjandi að elta bolta úti á battavelli.

Skoðun
Fréttamynd

For­eldrum hætti til að setja pressu á börn sín

Sálfræðingur segir foreldra hætta til að gera of mikið úr vali barna sinna á menntaskóla og gefa valinu óeðlilega mikið vægi. Foreldrar upplifi margir hverjir að framtíð barnanna ráðist af valinu og því í hvaða menntaskóla barnið fer.

Lífið
Fréttamynd

Hvað á ég að gera við barnið mitt?

Ég hef haft áhyggjur af dagvistun frá því ég fékk staðfestingu á því að ég væri ólétt. Frá því áður en við maðurinn minn fórum að segja fólki í kringum okkur að von væri á barni þá hefur blundað í mér kvíði varðandi leikskólamál í Reykjavík. Vitiði hvað það er fáránlegt að þurfa að líða svona?

Skoðun
Fréttamynd

Kæri útskriftarárgangur 2024, grunn­skólans í Stykkis­hólmi

Í dag, 4. júní, er útskriftardagurinn ykkar og er tilefni til að gleðjast og fagna.Við sem tilheyrum skólasamfélaginu í kringum ykkur, hvort sem það erum við fjölskyldurnar ykkar, vinir eða starfsfólk skólans hlökkum öll til að sjá hvað þið gerið í framtíðinni

Skoðun
Fréttamynd

Stórar og flóknar til­finningar sem að­stand­endur glíma við

„Margir þeirra sem leita til okkar þurfa fyrst og fremst áheyrn. Þau koma til okkar og segja: Ég hef engan að tala við. Ég get ekki rætt þetta við fjölskylduna eða vini mína. Fólki finnst erfitt að tjá sig um þetta og upplifir líka að aðrir vilji ekki hlusta,“ segir Eiríkur Steinarsson sem er fjölskyldufræðingur hjá Bjargráð ásamt Jennýju Þórkötlu Magnúsdóttur.

Innlent
Fréttamynd

Munurinn á með­göngu- og fæðingarsjúkdómum

Það er gömul saga og ný að ráðherrar og þingmenn, þrátt fyrir her aðstoðarmanna sem túlka fyrir þau, eru misduglegir við að lesa og skilja afleiðingar frumvarpa ráðuneyti og stofnanir landsins leggja fyrir þau að samþykkja sem lög. Hér verður rakið stuttlega eitt slíkt dæmi sem spannar tæpa þrjá áratugi.

Skoðun
Fréttamynd

„Ef við erum lausnamiðuð þá sköpum við tæki­færin“

Röð atburða leiddi til þess að Kolbrún Róbertsdóttir tók stóra og djarfa ákvörðun árið 2012. Hún flutti til Spánar ásamt börnunum sínum þremur, og það eina sem höfðu meðferðis voru fimm ferðatöskur. Kolbrún lét hjartað ráða för og leyfði tækifærunum að koma til sín. Það borgaði sig á endanum; hún opnaði jógastúdíó við suður strönd Spánar.

Lífið
Fréttamynd

Dóttir mín – upp­gjör eineltis

Elsku dóttir mín útskrifast úr grunnskóla í dag, ekki grunnskólanum í sínu lögheimils sveitarfélagi, heldur úr öðrum grunnskóla í öðru bæjarfélagi. Fyrir tæpu ári síðan kemur dóttir mín upp að okkur foreldrunum algjörlega niðurbrotin, hún bara gat ekki meir, og hvað gerir maður þá?

Skoðun
Fréttamynd

Á­standið í Hafnar­firði geti haft lang­varandi á­hrif á börn

Á mánaðartímabili hafa komið upp fjögur tilvik þar sem veist er að eða setið um börn í Norðurbæ Hafnarfjarðar. Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi, segir þetta ástand geta haft mjög alvarleg áhrif á börnin. Þau geti alið með sér ótta, kvíða eða þunglyndi. Tilvikin eru enn til rannsóknar hjá lögreglu sem er með aukið eftirlit í hverfinu með foreldrum.

Innlent
Fréttamynd

Bíða eftir pizzu og potti eftir milljón króna göngu

Sex drengir eru í þann mund að klára 111 kílómetra göngu. Um er að ræða lokaverkefni þeirra í tíunda bekk Réttarholtsskóla, en tilgangurinn með göngunni er að styrkja börn á Gaza. Þeir hafa safnað um milljón króna til styrktar málefninu.

Lífið
Fréttamynd

Ung­menni kveiktu í skóla­bókum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um ungmenni að kveikja eld í Hlíðahverfi í Reykjavík í dag. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að krakkarnir hefðu verið að kveikja í skólabókunum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Opin­ber um­ræða í þágu hugsunar

Fyrir rúmum mánuði birtist pistill á Vísi að nafni „Opinber umræða fyrir hvern?“ eftir Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, sem svar við öðrum pistli eftir Helga Áss borgarfulltrúa. Þar fjallar hún um hvernig umræða um hormónameðferðir barna með kynama ætti að eiga sér stað innan fagteyma, svo sem trans teyma spítalans en ekki á opinberum vettvangi. Hún segir þessa afstöðu skynsamlega vegna þess að málaflokkurinn krefjist þekkingar sem til að mynda sérfræðingar í þessum meðferðum búa yfir. Ég tel að það sé ákveðið sannleikskorn í pistli hennar. Á sama tíma sé ég þetta í ólíku ljósi og langar mig að fjalla stuttlega um það hér.

Skoðun
Fréttamynd

„Það er svo ó­trú­lega erfitt að vera synjað um að hitta börnin sín”

„Hvað hafa börnin mín gert? Það var ég sem braut af mér en ekki börnin mín. En samt voru það börnin mín sem þurftu örugglega að gjalda mest fyrir þetta. Það er mjög erfitt fyrir mig að díla við það, ég er bara hérna einn á meðan fjölskyldan mín er heima að líða ömurlega. Ég er ekki í neinni aðstöðu til að vera til staðar fyrir börnin,“ segir íslenskur karlmaður sem afplánar dóm í fangelsi.

Innlent