Icelandair

Fréttamynd

Farþegar reiðir leiguflugvélum Icelandair

Upp á síðkastið hafa nokkrar flugferðir Icelandair verið með óhefðbundnu sniði en félagið leigir nú flota frá búlgarska flugfélaginu Fly2Sky auk þess sem Dash8 Q400 vél úr innanlandsflugi var bætt við flotann. Flugvélarnar sem um ræðir eru að sögn ósáttra farþega minni, háværari og ekki er boðið upp á skemmtikerfi á sætisbökum, sem er eitt aðaleinkenni Icelandair flugvéla.

Neytendur
Fréttamynd

Fluttu stigabíl frá Keflavík fyrir Airbus-þotu í Reykjavík

Sérstakur stigabíll fyrir stórar flugvélar var fluttur til Reykjavíkur frá Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Flytja þurfti hann á trukki þar sem hann er ekki á númerum. Ástæðan fyrir þessum óvenjulega flutningi er sú að á Reykjavíkurflugvelli er aðeins til einn nægilega stór stigi og talin var þörf á tveimur stórum stigum vegna flugsýningarinnar sem þar fer fram í dag, laugardag.

Innlent
Fréttamynd

Boða til stærstu flugsýningar ársins á Reykjavíkurflugvelli

„Stærsta flugsýning ársins“ segir Flugmálafélag Íslands í kynningu flugsýningar sem haldin verður á Reykjavíkurflugvelli á morgun, laugardag, 3. júní. Hátt á áttunda tug flugvéla og flygilda verða til sýnis og hátt á þriðja tug flugatriða þar sem lögð verður áhersla á að sýna breidd og drifkraft íslensks flugsamfélags, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélagsins.

Innlent
Fréttamynd

Breytt neyslu­mynstur gæti dempað á­hrif verð­bólgu á ferða­mennsku

Breytingar á neyslumynstur fólks eftir heimsfaraldurinn gæti mögulega dregið úr þeim neikvæðu áhrifum sem mikil verðbólga mun hafa á eftirspurn í flugiðnaðinum, að sögn Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair. Rekstrarafkoma íslensku flugfélaganna á fyrsta ársfjórðungi var sýnu verst í samanburði við nærri sextíu flugfélög á heimsvísu. 

Innherji
Fréttamynd

„Þetta er óvanalegt en þetta er Ísland“

Flugumferð fór úr skorðum í dag vegna hvassviðris en gular viðvaranir eru í gildi á nær öllu landinu. Öllu innanlandsflugi var aflýst og þrettán brottförum frá Keflavík. Ekki var hægt að nota landganga á Keflavíkurflugvelli vegna vindhraða og þeim flugferðum sem ekki var aflýst var frestað fram á kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Skammaðist sín fyrir að vera Ís­lendingur

Hundrað og sjötíu farþegar sátu fastir á flugvellinum í Glasgow í hátt í fjörutíu tíma, á meðan þeir biðu þess að komast um borð í vél til Íslands. Vélin lenti á Keflavíkurflugvelli upp úr klukkan tvö í nótt. Ástæða seinkunarinnar var bilun í vélinni. Þegar varahlutur barst reyndist hann síðan ónothæfur. Einn farþega segist hafa skammast sín fyrir að vera Íslendingur.

Neytendur
Fréttamynd

Lentu loksins í Kefla­vík eftir næstum 40 tíma seinkun

Flugvél Icelandair með farþegum innanborðs sem setið höfðu fastir í næstum fjörutíu klukkustundir á flugvellinum í Glasgow tók loks á loft í kringum miðnætti að íslenskum tíma í gærkvöldi og var lent á Keflavíkurflugvelli upp úr tvö í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta flugið til Detroit

Fyrsta áætlunarflug Icelandair til bandarísku borgarinnar Detroit fór í loftið á fimmta tímanum í dag. Félagið stefnir á að fljúga fjórum sinnum í viku til borgarinnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flug­á­höfnum bannað að nota ADHD-lyf

Icelandair tilkynnti áhöfnum sínum að notkun á ADHD-lyfjum sé alfarið bönnuð í dag. Þeir starfsmenn sem eru á slíkum lyfjum þurfa að fá flughæfi sitt metið hjá lækni. Tímafrekt getur verið að vera metinn hæfur aftur eftir notkun lyfjanna.

Innlent
Fréttamynd

Sænsk flugvélaleiga kaupir fjörutíu rafmagnsflugvélar

Sænska flugvélaleigan Rockton hefur samið um kaup á allt að fjörutíu rafmagnsflugvélum af gerðinni ES-30 frá sænska flugvélaframleiðandanum Heart Aerospace. Með samningnum breytti Rocton fyrri viljayfirlýsingu í skuldbindandi kaupsamning um tuttugu flugvélar og um kauprétt á tuttugu flugvélum til viðbótar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Metsæta­nýting hjá Icelandair í apríl

Metsætanýting var hjá Icelandair í apríl en heildarfjöldi farþega var um 296 þúsund og um 22 prósent fleiri en í sama mánuði í fyrra þegar farþegar voru 242 þúsund. Sætaframboð í apríl jókst um 17 prósent miðað við fyrra ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýja Airbus A321-þotan flugprófuð í fimbulkulda

Hin nýja langdræga Airbus A321XLR-þota gengst um þessar mundir undir viðamiklar flugprófanir og var hún á dögunum reynd í fimbulkulda. Prófanirnar fóru fram á Iqaluit-flugvellinum við Frobisher-flóa í Norður-Kanada þar sem Airbus segir að frostið hafi farið niður í allt að -40 gráður.

Erlent
Fréttamynd

Alger sprenging í framboði íslensku flugfélaganna

Sjaldan eða aldrei hefur verið hægt að fljúga til fleiri áfangastaða frá Íslandi og á komandi sumri. Bæði íslensku flugfélögin hafa bætt við sig áfangastöðum en auk þeirra fljúga tuttugu og fjögur erlend flugfélög til Keflavíkur í sumar.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum að ná vopnum okkar aftur“

Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum og kauprétt að tólf flugvélum umfram það. Ljóst er að um gríðarlegar upphæðir er að ræða og segir fjármálastjóri fyrirtækisins að félagið sé að ná vopnum sínum á ný eftir erfiða tíma.

Innlent