Innlent

Spreyjaði málningu á bif­reiðar í mið­bænum

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Atvikið átti sér stað í miðbænum.
Atvikið átti sér stað í miðbænum. vísir/vilhelm

Maður var handtekinn í dag eftir að hafa skemmt bifreiðar í miðbænum, með því að spreyja á þær málningu.

Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar um atvik dagsins. 

Maðurinn var handtekinn og færður í fangaklefa en ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. 

Þá var tilkynnt um líkamsárás þar sem lögregla telur sig vita hver gerandinn er, en hann hefur ekki verið handtekinn. Auk þess var tilkynnt um innbrot og þjófnað í miðbænum sem og hótanir og eignaspjöll.

Í Hafnarfirði var tilkynnt um nytjastuld, þar sem ljósgráum Wolksvagen Polo bíl, árgerð 2008 var stolið. 

Í Vatnsendahverfi í Kópavogi var tilkynnt um vinnuslys þar sem ungmenni hafði fengið nagla úr naglabyssu í magann. Sá var fluttur með sjúkrabifreið til frekari skoðunar. 

Veistu meira um málið? Hvar atvikið átti sér stað? Hverjir eiga í hlut? Ertu með myndir af svæðinu? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×