Innlent

Óska eftir frekara gæslu­varð­haldi

Jón Þór Stefánsson skrifar
Mynd frá vettvangi.
Mynd frá vettvangi. Vísir/Vilhelm

Óskað verður eftir frekara gæsluvarðhadli yfir tveimur karlmönnum sem eru grunaðir um manndráp í sumarhúsi í Kiðjabergi þann 20. mars síðastliðinn.

Þetta staðfestir Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi í samtali við fréttastofu. Afstaða verður tekin til varðhaldsins í Héraðsdómi Suðurlands síðar í dag, en núverandi gæsluvarðhald rennur út í dag.

Jón Gunnar segir að rannsókn málsins gangi vel, en að í mörg horn sé að líta.

Karlmennirnir tveir eru frá Litháen, sem og hinn látni. Greint hefur verið frá því að mennirnir hafi verið að smíða bústað í sumarhúsabyggðinni í Kiðjabergi.


Tengdar fréttir

Rannsókn vegna meints manndráps í Kiðjabergi miðar vel

Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi vegna meints manndráps í sumarhúsi í Kiðjabregi 20. apríl miðar vel að sögn yfirlögregluþjóns. Gæsluvarðhald yfir tveimur litháískum karlmönnum rennur út á morgun og verður tekin ákvörðun síðar í dag hvort farið verði fram á að það verði framlengt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×