Innlent

Skjálfta­virkni aukist í kjöl­far gosloka

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Líklegast er að næsta gos verði á sömu slóðum, á Sundhnúkagígaröðinni.
Líklegast er að næsta gos verði á sömu slóðum, á Sundhnúkagígaröðinni. vísir/vilhelm

Skjálftavirkni hefur aukist síðust sólarhringa yfir kvikugangi á Reykjanesskaga eftir að gosinu við Sundhnúksgígaröðina lauk.

Þetta segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. 

„Skjálftavirknin var mjög lítil, í raun engin á meðn gosinu stóð. Þegar gosinu lauk hefur fjöldi skjálfta per sólarhring yfir kvikuganginum aukist. Bæði í byrjun vikunnar og eftir að gosi lauk.“

Þetta sé merki um spennibreytingu í kerfinu að gosi afloknu.

„Svo er auðvitað búist við gosi hvað úr hverju, vegna landrissins undir Svartsengi, en þá þarf kvikan að fara yfir í ganginn í Sundhnúksgígaröðinni. Við ættum að sjá ágætis skjálftavirkni þá. En skjálftarnir geta verið litlir og mismunandi hversu vel mælitækin nema þá. Fyrirvarinn getur þess vegna orðið mjög skammur, frá því við sjáum fyrstu merki um að eitthvað sé að gerast og þar til gos verður. Þannig var það síðast.“

Nú bendi því í raun allt til þess að gos verði á næstu dögum. 

„Svona miðað við söguna,“ segir Sigríður Magnea. „Líklegast er að það verði á sömu slóðum en ef það yrði norðar á þessum gangi, t.d. norðan við Stóra-Skógfell, ættum við að fá sterkari merki og lengri fyrirvara. En samkvæmt hættumati er það ólíklegri sviðsmynd. En hún verður að vera inni,“ segir Sigríður Magnea að lokum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×