Innlent

Svan­dís boðar til blaða­manna­fundar

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Blaðamannafundi Svandísar verður streymt á vef Vísis
Blaðamannafundi Svandísar verður streymt á vef Vísis Vísir/Vilhelm

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 10:30 í dag. Þar mun hún kynna nýtt lagafrumvarp um málefni Grindavíkur. Fundinum verður streymt beint á Vísi.

Blaðamannafundurinn fer fram í Safnahúsinu við Hverfisgötu strax að loknum ríkisstjórnarfundi. Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, verður einnig viðstödd fundinn.

Hér fyrir neðan er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu, en hann hefst sem fyrr segir klukkan 10:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×