Innlent

Seinni um­ferð biskups­kjörs hefst á há­degi í dag

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Annað hvort Guðrún eða Guðmundur Karl verður næsti biskup Íslands.
Annað hvort Guðrún eða Guðmundur Karl verður næsti biskup Íslands.

Seinni umferð biskupskjörs hefst klukkan 12 í dag og stendur yfir til klukkan 12 þriðjudaginn 7. maí næstkomandi. Í kjöri eru Guðmundur Karl Brynjarsson og Guðrún Karls Helgudóttir.

Kosningu í fyrri umferð lauk 16. apríl síðastliðinn en atkvæði féllu þannig að Guðrún, sóknarprestur í Grafarvogi, hlaut 45,97 prósent atkvæða, Guðmundur Karl,  sóknarprestur í Lindakirkju, 28,11 prósent og Elínborg Sturludóttir, prestur í Dómkirkjunni, 25,48 prósent.

Á kjörskrá voru 2.286 og var kosningaþátttaka 79,83 prósent.

Þar sem enginn frambjóðandi fékk meirihluta greiddra atkvæða er nú gengið til annarar umferðar, þar sem kosið verður á milli tveggja efstu í fyrri umferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×