Innlent

Hús­ráð­endum tókst að ráða niður­lögum elds í þakskyggni

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Slökkvilið er enn á vettvangi að ganga úr skugga um að enginn eldur geisi enn
Slökkvilið er enn á vettvangi að ganga úr skugga um að enginn eldur geisi enn vísir

Slökkvilið sinnir nú slökkvistörfum í íbúðarhúsi í Tjarnarbyggð, milli Eyrarbakka og Selfoss. Að sögn vaktstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu tókst húsráðendurm að ráða niðurlögum eldsins að mestu leyti áður en slökkvilið mætti á staðinn. 

„Það barst tilkynning um eld í þakskyggni fyrir skömmu síðan. Slökkvilið er á svæðinu núna að ganga úr skugga um að það sé ekki enn þá eldur eða eldhreiður í þakskyggninu. En það virðist vera svo að húsráðanda hafi tekist að slökkva þetta,“ Pétur Pétursson.

Ekkert er enn vitað um orsök slyssins. 

Dælubílar slökkviliðs á leið á vettvang. vísir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×