Viðskipti erlent

Sækjast eftir fangelsis­dómi yfir raf­mynta­kóngi

Kjartan Kjartansson skrifar
Changpeng Zhao, stofnandi Binance, þurfti að segja sig frá fyrirtækinu og greiða sekt samkvæmt samkomulagi sem hann gerði við bandaríska saksóknara. Hann gæti einnig átt yfir höfði sér fangelsisdóm.
Changpeng Zhao, stofnandi Binance, þurfti að segja sig frá fyrirtækinu og greiða sekt samkvæmt samkomulagi sem hann gerði við bandaríska saksóknara. Hann gæti einnig átt yfir höfði sér fangelsisdóm. Vísir/EPA

Bandarískir saksóknarar krefjast tveggja og hálfs árs fangelsisdóms yfir stofnanda stærstu rafmyntakauphallar heims. Hann játaði sig sekan um peningaþvætti.

Changpeng Zhao, stofnandi Binance, sagði af sér sem forstjóri kauphallarinnar í nóvember í kjölfar þess að hann og fyrirtækið játuðu sekt sína. Binance féllst á að greiða 4,32 milljarða dollara, jafnvirði tæpra 609 milljarða íslenskra króna, í sekt.

Búist er við að refsing Zhao verði ákveðin 30. apríl. Reuters-fréttastofan segir að saksóknararnir í málinu fari fram á 36 mánaða fangelsisdóm í ljósi umfangs brotanna. Það er í samræmi við samkomulag sem Zhao gerði við yfirvöld um að hann áfrýjaði ekki fangelsisdómi að þeirri lengd. Hann gengur laus gegn 175 milljóna dollara tryggingar.

Bandarísk yfirvöld sökuðu Binance meðal annars um að tilkynna ekki fleiri en 100.000 grunsamlegar færslur frá skilgreindum hryðjuverkasamtökum eins og Hamas, al-Qaeda og Ríki íslams. Þá væri Binance vettvangur viðskipta með barnaníðsefni og tæki við ágóða tölvuþrjóta sem hneppa gögn fólks og fyrirtækja í gíslingu.

Zhao er kanadískur ríkisborgari, fæddur í Kína. Hann þarf að greiða fimmtíu milljónir króna til þess að gera upp málið, jafnvirði rúmra sjö milljarða íslenskra króna.


Tengdar fréttir

Höfða hópmálsókn gegn Ronaldo

Portúgalska knatt­spyrnu­goð­sögnin Cristiano Ron­aldo stendur frammi fyrir hóp­mál­sókn á hendur sér í Banda­ríkjunum í tengslum við sam­starf sitt við Binance, einn stærsta raf­myntar­markað í heimi. Krefjast stefn­endur þess að Ron­aldo greiði sér því sem nemur einum milljarði Banda­ríkja­dala í skaða­bætur.

Ó­viss fram­tíð raf­mynta­geirans undir smá­sjá eftir­lits­stofnana

Rafmyntageirinn er undir smásjá bandarískra fjármálayfirvalda sem aldrei fyrr eftir að tvær af stærstu rafmyntakauphöllum heims voru kærðar í byrjun vikunnar. Prófessor í fjármálum segir að rafmyntir gætu orðið ónothæfar í kjölfarið en rafmyntafjárfestir telur geirann standa áhlaupið af sér.

Stærsta raf­mynta­kaup­höll heims sögð hafa ó­hreint mjöl í poka­horninu

Bandarísk eftirlitsstofnun sakar Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, og stofnanda hennar um misferli með fjármuni fjárfesta, að starfa án tilskilinna leyfa og brot á aragrúa reglna um verðbréf. Brotunum svipar til þeirra sem komu ljós í rekstri keppinautarins FTX sem varð gjaldþrota í haust.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×