Innlent

Fluttur á sjúkra­hús eftir al­var­legt vinnu­slys

Atli Ísleifsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa
Mikill viðbúnaður er á svæðinu.
Mikill viðbúnaður er á svæðinu. Vísir/Arnar

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að byggingasvæði á Völlunum í Hafnarfirði á öðrum tímanum í dag vegna vinnuslyss. Karlmaður festist undir þakplötu sem verið var að steypa og gaf sig. Hann var klukkustund síðar fluttur á sjúkrahús.

Tilkynningin barst klukkan 13:30. Mikill viðbúnaður var á staðnum að sögn Stefáns Kristinssonar varðstjóra og leitað allra ráða til að ná manninum undan plötunni. 

Hann var fluttur á sjúkrahús um þrjúleytið en engar upplýsingar hafa verið veittar um ástand hans.

Fréttin var uppfærð klukkan 15:30.

Vísir/Arnar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×