Erlent

Fögnuðu lög­leiðingu kanna­bis­efna

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
„Farðu varlega, hasshaus,“ segir á skilti mótmælanda við Brandenborgarhliðið við miðnætti.
„Farðu varlega, hasshaus,“ segir á skilti mótmælanda við Brandenborgarhliðið við miðnætti. Getty

Kannabisunnendur í Þýskalandi gátu fagnað vel og innilega við Brandenborgarhliðið á miðnætti þegar ný lög, sem gera einkaneyslu kannabisefna löglega, tóku gildi. Efasemdir eru hins vegar uppi um ágæti lögleiðingarinnar.

Með nýrri löggjöf er mega fullorðnir hafa allt að 25 grömm af kannabisefnum meðferðis. Þá er einnig heimilt að rækta allt að þrjár maríhúana-plöntur í heimahúsum. 

Á miðnætti söfnuðust grasreykingarmenn við Brandenborgarhliðið í höfuðborginni Berlín til að fagna lögleiðingunni. Hart hefur verið tekist á um lagabreytinguna á þingi. Þeir sem eru fylgjandi lögleiðingunni hafa haldið því fram að með breytingunni sé ungt fólk betur varið gegn spilltu kannabis. 

„Kannabisneysla var til staðar í gær. Hún hefur aukist,“ segir heilbrigðisráðherrann Karl Lauterbach. „Nú er hún komin af „tabú-svæðinu“. Með breytingunni er betur hægt að tækla fíkn, sinna forvörnum og slá á svarta markaðinn.“

Dómsmálaráðherra landsins hefur auk þess bent á að með lögleiðingunni minnki álag á lögreglu. 

Það eru hins vegar ekki allir jafn sáttir við breytinguna. Þar á meðal Katja Seidel, sálfræðingur á fíknimiðstöð í Berlín. 

„Frá okkar sjónarhóli er þetta hörmung. Aðgengi að efnunum verður betra, ímyndin breytist meðal ungmenna,“ er haft eftir Seidel í frétt AFP. Hún telur ljóst að neysla muni aukast til muna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×