Innlent

Búið að rýma í Bláa lóninu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bláa lónið hefur verið lokað stóran hluta síðustu mánaða vegna jarðhræringa og eldgosa á Reykjanesskaga.
Bláa lónið hefur verið lokað stóran hluta síðustu mánaða vegna jarðhræringa og eldgosa á Reykjanesskaga. Vísir/Vilhelm

Bláa lónið í Svartsengi hefur þegar rýmt öll sín athafnarsvæði vegna eldsumbrotanna við Sundhnjúkagígaröðina nú í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bláa lóninu.

„Rýmingin gekk vel. Við viljum þakka gestum góðan skilning, starfsmönnum fagleg vinnubrögð og viðbragðsaðilum gott samstarf,“ segir í tilkynningu frá Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra hjá Bláa lóninu.

Starfsstöðvum Bláa lónsins í Svartsengi hefur verið lokað. Frekari upplýsingar verða veittar eftir því sem líður á morgundaginn.

Fram kom í máli Bjarneyjar Annelsdóttur yfirlögregluþjóns á Suðurnesjum í aukafréttatíma RÚV klukkan 22 að um sjö hundruð manns hefðu verið í Bláa lóninu. Um 30 til 40 mínútur tók að rýma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×