Innlent

Úr­skurðuð í á­fram­haldandi gæslu­varð­hald

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Fólkið var úrskurðað í gæsluvarðhald til 26. mars.
Fólkið var úrskurðað í gæsluvarðhald til 26. mars. Vísir/Vilhelm

Sex manns voru úrskurðuð í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og skipulagða glæpastarfsemi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fólkið, þrír karlar og þrjár konur, var handtekið í umfangsmiklum aðgerðum víða um land í síðustu viku. Veitingastöðum, gistiheimilum og hótelum var lokað í aðgerðunum, sem tengjast starfsemi Davíðs Viðarssonar. Hann er einn þeirra sex sem nú sitja í gæsluvarðhaldi.

Fólkið var úrskurðað í áframhaldandi gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur, á grundvelli rannsóknarhagsmuna í málinu. Áður hafði Landsréttur staðfest fyrri gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms sem renna átti út á morgun. 


Tengdar fréttir

Rannsókn enn opin hvort fíkniefnasala komi við sögu

Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, segir tvo fulltrúa frá bandarísku fíkniefnalögreglunni hafa komið að aðgerðum í tengslum við húsleit og handtökur tengdar Davíð Viðarssyni og veitingastöðum og gistihúsum í hans eigum. Sá angi málsins er enn til rannsóknar.

„Þetta er alveg skelfi­leg með­ferð á starfs­fólki“

Formaður MATVÍS segir meðferðina á starfsfólki hjá fyrirtækjum Davíðs Viðarssonar hafa verið skelfilega. Ábendingum um slæma meðferð á starfsfólki á öðrum stöðum hefur fjölgað eftir að upp komst um málið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×