Innlent

Fjór­tán ára piltur féll úr stólalyftu í Blá­fjöllum

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Nýjar stólalyftur á skíðasvæði Bláfjalla voru vígðar í desember síðastliðnum.
Nýjar stólalyftur á skíðasvæði Bláfjalla voru vígðar í desember síðastliðnum. Bláfjöll

Fjórtán ára piltur féll tíu metra úr stólalyftu í Bláfjöllum. Að sögn lögreglu vankaðist pilturinn við fallið en rankaði síðan við sér.

Lögreglu barst tilkynning um slysið 14:12 og var bíll sendur á vettvang. Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri við lögreglustöð fjögur, greindi frá þessu í samtali við fréttastofu.

Að sögn Valgarðs er enn verið að skoða piltinn á vettvangi og hann verði síðan fluttur á sjúkrahús til nánari skoðunar. Að sögn sjónarvotta er drengurinn allur að koma til eftir að hafa vankast við fallið.

Valgarður segir lögreglu þurfa að skoða framhaldið til að sjá hver tildrög slyssins voru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×