Innlent

Með tæp­lega 400 töflur inn­vortis á Litla-Hrauni

Jón Þór Stefánsson skrifar
Efnin fundust í öryggisleit á Litla-Hrauni.
Efnin fundust í öryggisleit á Litla-Hrauni. Vísir/Vilhelm

Karlmaður hefur hlotið sextíu daga fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands fyrir fíkniefnabrot með því að hafa í vörslum sínum 366 stykki af lyfjum við komu á fangelsið Litla-Hrauni

Fangaverðir fundu lyfin, sem voru af gerðinni Alprazolam Krka, við líkamsleit við komu mannsins í fangelsið í nóvember árið 2022, en efnin voru falin innvortis.

Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi frá því að hann náði átján ára aldri sex sinnum verið dæmdur til refsingar fyrir ýmis konar brot.

Héraðsdómi þótti sextíu daga fangelsi hæfileg refsing, en vegna sakaferils mannsins þótti ekki ástæða til að skilorðsbundna hana. Þá féllst dómurinn kröfu ákæruvaldsins um að fíkniefnin sem málið varðar yrðu gerð upptæk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×