Viðskipti erlent

Úr rafhlaupahjólum og snjallryksugum í sinn fyrsta rafbíl

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Lei Jun, framkvæmdastjóri fyrirtækisins svipti hulunni af bílnum í dag.
Lei Jun, framkvæmdastjóri fyrirtækisins svipti hulunni af bílnum í dag. EPA-EFE/WU HONG

Kínverski tæknivöruframleiðandinn Xiaomi svipti í dag hulunni af fyrsta bílnum sem fyrirtækið hyggst framleiða. Bíllinn verður rafbíll og ætlar kínverska fyrirtækið sér að verða eitt af fimm stærstu bílframleiðendum veraldar.

Þetta kemur fram í umfjöllun Reuters. Xiaomi er flestum kunnugt hér á landi fyrir framleiðslu þeirra á rafhlaupahjólum og snjallryksugum.

Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Lei Jun, svipti hulunni af hinum nýja bíl sem ber heitið SU7. Nafnið er einfaldlega dregið af ensku orðunum „Speed Ultra.“

Nefndi framkvæmdastjórinn sérstaklega að bíllinn væri hraðskreiðari en helstu keppinautarnir, Tesla og Porsche. Fyrirtækið býst við því að bíllinn verði kominn á markað í Kína innan örfárra mánaða.

Le Jun segir fyrirtækið hafa háleit markmið. Á næstu fimmtán til tuttugu árum ætli fyrirtækið að vera eitt það stærsta í heimi á bílamarkaðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×