Erlent

Boris John­son bað Breta af­sökunar

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, var niðurlútur þegar vitnaleiðslur hófust í dag.
Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, var niðurlútur þegar vitnaleiðslur hófust í dag. Vísir/AP

Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, bað Breta afsökunar vegna þjáninga þeirra í heimsfaraldri COVID-19 í upphafi vitnaleiðslna sem hófust yfir honum í dag. Hann segir að hann hefði ekki tekið öðruvísi ákvarðanir í dag.

Eins og fram hefur komið stendur yfir rannsókn á framgöngu stjórnvalda í Bretlandi í kórónuveirufaraldrinum. Rannsóknin hefur staðið yfir í nokkurn tíma en Johnson sætti mikilli gagnrýni eftir að meðal annars kom í ljós að haldin hefðu verið vinnustaðapartý í forsætisráðuneytinu á tímum samkomutakmarkana.

Johnson hefur meðal annars þvertekið fyrir að hafa eytt WhatsApp-skilaboðum sínum sem hann sendi þegar veirunnar varð fyrst vart og fram yfir fyrstu samkomutakmarkanirnar í Bretlandi.

Hafi misreiknað hápunkt faraldursins

Johnson sagði það ekki rétt að hann hafi ekki getað tekið ákvarðanir um samkomutakmarkanir í byrjun faraldursins. Hann segir að bresk stjórnvöld hafi misreiknað það hvenær faraldurinn myndi ná hápunkti sínum.

Þau hafi haldið að faraldurinn myndi ná hápunkti í maí eða júní. Það hafi gerst fyrr. Þá segist hann ekki geta sagt neitt til um það hvort hann hefði farið fyrr í samkomutakmarkanir í landinu. Hann taki fulla ábyrgð á þeim ákvörðunum sem hann hafi tekið á þessum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×