Samstarf

Bjóða fólki að panta sér­fræðing heim til sín

Vodafone
Sigurveig Hallsdóttir, vörustjóri hjá Vodafone.
Sigurveig Hallsdóttir, vörustjóri hjá Vodafone. Vodafone

Vodafone hefur opnað á nýja þjónustu undir nafninu Snjallheimsókn en með henni býðst fólki að panta sérfræðing frá Vodafone heim til sín.

Sérfræðingurinn veitir sérsniðna tæknilega aðstoð og bestar netgæði heimilisins. Þjónustan stendur öllum til boða á höfuðborgasvæðinu og er ekki bundin við viðskiptavini Vodafone. Til stendur til að bjóða upp á Snjallheimsókn á landsbyggðinni síðar.

„Heimili landsmanna geta verið mjög misjöfn og því geta verið margvíslegar ástæður fyrir því að netgæðin eru ekki eins og þau eiga að vera. Viðskiptavinir okkar hafa kallað eftir þessari þjónustuleið og við vildum svara eftirspurninni en á sama tíma ekki takmarka hana við viðskiptavini Vodafone. Snjallheimsókn er frábær fyrir fjölskyldur sem vilja hágæða netsamband um allt hús,“ segir Sigurveig Hallsdóttir, vörustjóri hjá Vodafone.

Vísir er í eigu Sýnar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×