Innlent

Bíll með hesta­kerru valt nærri Blá­fjalla­af­leggjara

Kjartan Kjartansson skrifar
Slysið varð á Suðurlandvegi nærri afleggjaranum að Bláfjöllum. Myndin er úr safni.
Slysið varð á Suðurlandvegi nærri afleggjaranum að Bláfjöllum. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Ökumann og hest sakaði lítið þegar bíll með hestakerru í eftirdragi valt á Suðurlandsvegi nærri afleggjaranum að Bláfjöllum í dag. Dælubíll slökkviliðs var sendur á staðinn vegna þess að slysið átti sér stað inni á vatnsverndarsvæði.

Tilkynning um slysið barst um klukkan 14:45. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var einn um borð í bílnum og einn hestur í kerrunni. Báðir virðist hafa sloppið við teljandi meiðsli. 

Slysið átti sér stað inni á vatnsverndarsvæði og því var dælubíll slökkviliðs sendur á staðinn til öryggis.

Rétt fyrir klukkan fjögur var bifreiðin enn á slysstað og unnið var að því að koma henni upp á krók.

Fréttin hefur verið uppfærð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×