Bílar

Hönnun rafbíla tekur tillit til endurvinnslu þeirra

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Mini Cooper SE í sambandi.
Mini Cooper SE í sambandi.

Umræða sem á það til að fylgja rafbílum er að það sé erfitt að endurvinna þá. Sannleikurinn er sá að það er erfiðara að endurvinna þá, en brunahreyfilsbíla. Brunahreyfilsbílar eru í grunninn settir saman úr stáli og áli sem mannkynið hefur endurnýtt í marga áratugi.

Efnin sem notuð eru í rafhlöður rafbíla og drifrás þeirra sem og rafkerfi eru erfiðari að flokka í sundur. Það er þó ekki ómögulegt. Efnin eru verðmæt og því borgar það sig fjárhagslega að endurvinna þau. Auk þess sem það gæti komið til þess að gröftur eftir litíum muni þurfa að leggjast af en það er ekki ótakmörkuð auðlind. Lokuð hringrás endurvinnslu gæti lengt í litíum byrgðum heimsins.

JB Straubel, maðurinn sem í raun er ábyrgur fyrir talsvert af uppfinningum í Tesla bifreiðum og kem þeim til að virka, hefur stofnað fyrirtæki til að gera nákvæmlega þetta, endurvinna rafbíla, Redwood. Northvolt, fyrirtækið sem er sennilega hvað næst því að hefja framleiðslu drafrafhlaða í Evrópu er að bæta endurvinnslu við starfsemi sína.

Meðfylgjandi er myndband af YouTube-rás CNBC.

Endurvinnsla rafbíla mun taka framförum. Í augnablikinu eru tvær aðferðir, önnur sem notar hita sem er orkufrek aðferð og hin sem notar efni sem er erfitt að meðhöndla á umhverfisvænan hátt. Ljóst er að báðar eru óheppilegar.

Drifrafhlöður eru nú þróaðar með endurvinnslu í huga. Markmiðið er að sú vinna skili sér í hagkvæmari hráefnisverðum. Rafhlöður í föstu ástandi verða þá einnig auðveldari í endurvinnslu en gel-pakka rafhlöður nútímans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×