Innlent

Einn er tveimur milljónum ríkari

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Enginn var með allar tölur réttar í Lottó í kvöld en Jókerinn gaf vel.
Enginn var með allar tölur réttar í Lottó í kvöld en Jókerinn gaf vel. Vísir/Vilhelm

Einn stálheppinn miðahafi var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum og fær tvær milljónir í sinn hlut. Miðann keypti hann á heimasíðu Lottó.

Níu miðahafar voru með annan vinning í Jóker og fékk hver og einn hundrað þúsund krónur. Miðarnir voru keyptir í Krambúðinni Firði, Shellskálanum Hveragerði, fjórir á heimasíðu Lottó, einn á Lottóappinu og tveir miðanna eru í áskrift.

Enginn var aftur á móti með allar tölur réttar í Lottó útdrætti kvöldsins þannig að potturinn verður fjórfaldur næsta laugardag. Bónusvinningurinn gekk heldur ekki út í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×