Innlent

Með kíló af kókaíni á Keflavíkurflugvelli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Maðurinn kom til landsins um liðna helgi.
Maðurinn kom til landsins um liðna helgi. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Suðurnesjum handtók um síðastliðna helgi erlendan karlmann í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir að grunur vaknaði hjá tollvörðum að viðkomandi hefði fíkniefni meðferðis.

Við frekari skoðun á farangri mannsins fundust fíkniefni falin í ferðatösku, eitt kíló af meintu kókaíni. Lögreglan handtók viðkomandi sem var svo úrskurðaður í gæsluvarðhald í kjölfarið.

Rannsókn málsins er á frumstigi að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×