Innlent

Þjóðskrá gerði mistök við útreikning vísitölu íbúðaverðs

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Vísir/Getty

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 711,7 stig í mars 2021 samkvæmt Þjóðskrá og hækkaði um 3,3% á milli mánaða en ekki 1,6% eins og fullyrt var á sínum tíma.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðskrá sem segir að mistök hafi verið gerð þegar tölurnar voru fyrst birtar þann 20. apríl síðastliðinn. 

Villan kom í ljós við yfirferð talnanna, en í dag stendur til að birta vísitöluna fyrir aprílmánuð. 

Viðskiptablaðið bendir á að 3,3% hækkun þýði að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki hækkað eins mikið á einum mánuði í fjórtán ár, eða frá árinu 2007. 

Síðastliðna þrjá mánuði hækkaði vísitalan síðan um 4,0%, síðastliðna sex mánuði hækkaði hún um 6,5% og síðastliðna tólf mánuði hækkaði hún um 10,7%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×