Viðskipti innlent

Verð á fjölbýli hækkar en sérbýli lækkar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sérbýli lækkaði í verði á milli mánaða en verð á fjölbýli hækkaði.
Sérbýli lækkaði í verði á milli mánaða en verð á fjölbýli hækkaði. Vísir/Vilhelm

Hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu í febrúar var 0,6 prósent miðað við 0,1 prósent í janúar. Hækkunin var þó misskipt þar sem verð á fjölbýli hækkaði um 0,9 prósent á meðan verð á sérbýli lækkaði um 0,7 prósent.

Þetta kemur fram í hagsjá Landsbankans sem birt var í dag. Þar er rýnt í nýjar tölur frá Þjóðskrá Íslands um hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu en tólf mánaða hækkun íbúðaverðs mælist 7,3 prósent sem er óbreytt frá því sem var í janúar.

„Árshækkun fjölbýlis var 7,2% í febrúar og jókst úr 6,8% í janúar. Árshækkun sérbýlis var 6,3% í febrúar og lækkaði úr 7,8% í janúar. Árshækkun sérbýlis hefur ekki verið lægri frá því í september 2020 þegar það tók að hækka mikið.

Íbúðaverð hækkaði nokkuð hratt milli mánaða á seinni hlutasíðasta árs eftir töluverðar vaxtalækkanir og voru hækkanir að jafnaði um 0,9% milli mánaða á seinni hluta ársins. Hækkunin í janúar varóvenju lítil miðað við þá þróun.

Vísbendingar voruum vaxandi spennu - styttri sölutímiog hátthlutfall íbúða sem var að seljast yfir ásettu verði. Tölurnar nú fyrir fjölbýli gætu gefið vísbendingu um að þróunin væri að fara í sama horf aftur, en þróunin varðandi sérbýlið segir aðra sögu. Sveiflur í verðþróun sérbýlis eru þóoftast meiri en gildir um fjölbýlið,“ segir í hagsjánni sem nálgast má í heild sinni hér á vef Landsbankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×