Íslenski boltinn

Geta komst upp í Pepsi-deildina í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Keflvíkingar fagna marki fyrr í sumar.
Keflvíkingar fagna marki fyrr í sumar. Vísir/Ernir
Keflavík getur í dag tryggt sér sæti í Pepsi-deild karla á nýjan leik eftir tveggja ára dvöl í Inkasso-deildinni.

20. umferð deildarinnar hefst í kvöld með fjórum leikjum. Keflavík þarf að vinna Gróttu á heimavelli til að tryggja sæti sitt í deild þeirra bestu á næsta ári og treysta á að Fylkir vinni Þrótt á sama tíma.

Viðureign Fylkis og Þróttar í Árbænum verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 17.30.

Ef að Keflavík og Fylkir vinna bæði sína leiki verða liðin með sjö og sex stiga forystu á næstu lið þegar tvær umferðir eru eftir. Keflavík er þar af leiðandi öruggt með sæti í Pepsi-deildinni og Fylkir í afar sterkri stöðu.

Leiknir frá Fáskrúðsfirði mun falla úr deildinni í kvöld ef að ÍR nær í stig gegn Leikni Reykjavík í Breiðholtsslagnum í kvöld.

Grótta er sömuleiðis í erfiðri stöðu en liðið er í næstneðsta sæti með níu stig, sjö stigum frá öruggu sæti. Ef að liðið vinnur ekki Keflavík í kvöld verða örlög Seltirninga ráðin og þeir falla í 2. deildina.

20. umferð:

Í kvöld:

17.30 Keflavík - Grótta

17.30 Leiknir R - ÍR

17.30 Fylkir - Þróttur

19.15 Fram - Selfoss

Laugardagur:

14.00 Leiknir F. - Haukar

17.00 HK - Þór




Fleiri fréttir

Sjá meira


×