Viðskipti innlent

Samstaða má heita Samstaða - skuldaþrældómur raunhæfur möguleiki

Magnús Halldórsson skrifar
Lilja Mósesdóttir, formaður Samstöðu, flokks lýðræðis og velferðar, segist óttast það að yngri kynslóðir Íslendinga muni glíma við mikinn skuldavanda ef ekki verði gripið til róttækra niðurfellinga skulda heimila og fyrirtækja. Lilja lýsir sjónarmiðum sínum og svarar spurningum varðandi þau, í ítarlegu viðtali í nýjasta þætti Klinksins, sem aðgengilegur er á Vísi.is.

„Við stöndum frammi fyrir því að lífið á Íslandi geti orðið skuldaþrældómur," segir Lilja m.a. um stöðuna eins og hún er núna, og er sérstaklega hrædd um að „snjóhengja aflandskróna" breytist í mikla skuldabyrði fyrir almenning ef ekki verði haldið rétt á spöðunum.

Þá upplýsir hún einnig um það að nú liggi fyrir endanleg niðurstaða um það, að stjórnmálaflokkur hennar megi heita Samstaða, þrátt fyrir að stéttarfélag beri sama nafn. „Við þurfum þá að leggja sérstaka áherslu á að lýðræði og velferð, fylgi með þegar nafninu er haldið á lofti," segir Lilja.

Sjá má þáttinn í heild sinni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×